fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Vill syttuna af afa sínum burt af Anfield eftir öll lætin síðustu daga

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. apríl 2021 17:00

Bill Shankly styttan er ein af kennileitum Anfield Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnabarn, Bill Shankly eins merkasta manns í sögu Liverpool krefst þess að stytta af afa sínum fyrir utan heimavöll Liverpool verði fjarlægð. Ástæðan er þáttaka Liverpool í að stofna Ofurdeildina sem nú gerir allt vitlaust í heimi fótboltans.

12 evrópsk stórlið á knattspyrnusviðinu tilkynntu seint á sunnudagskvöld að þau hafi tekið saman höndum um stofnun Ofurdeildar, The Super League. UEFA er alfarið á móti þessu og hótaði í gær að útiloka liðin og leikmenn þeirra frá þátttöku í öllum mótum á alþjóðasviðinu. Þá hafa knattspyrnusamböndin í Englandi, Spáni og á Ítalíu hótað að reka liðin úr deildarkeppnunum þar í landi. Markmiðið með deildinni er að til verði keppni þar sem 15 lið eiga alltaf fast sæti en árlega fái 5 önnur lið aðgang að keppninni.

„Ég veit að ummæli afa míns hafa mikið verið notuð og meira en áður, það er eðlilegt. Það sem hefur gengið á er fjarri öllum þeim gildum sem hann vildi hafa í félaginu,“ segir Carline Shankly við Liverpool Echo.

Shankly var stjóri Liverpool frá 1954 til 1974 en stór stytta af honum er fyrir utan Anfield.

„Ég skammast mín, þegar þú ræðir sögu Liverpool og rætur félagsins þá er hægt að nota mörg ummæli frá gamla karlinum. Ein ummæli hans um að koma félaginu nær stuðningsmönnum og stuðningsmönnum nær félaginu eiga vel við, honum tókst það.“

„Það er ekki orðum ofaukið að tala um að hann snúi sér í gröfinni í þessum aðstæðum, þetta er svo langt frá gildum hans. Ég myndi glaður vilja sjá styttuna af honum færða.“

„Það sem særir að þarna er saga og hefðir Liverpool sem hann tók þátt í að skapa, um að gera hlutina á réttan hátt. Að sjá svo félagið í þessum hóp er óásættanlegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Jóhann Berg leyfir sér að dreyma – „Við eigum fjóra bikarúrslitaleiki eftir“

Jóhann Berg leyfir sér að dreyma – „Við eigum fjóra bikarúrslitaleiki eftir“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ansi óvæntir orðrómar um Grealish

Ansi óvæntir orðrómar um Grealish
433Sport
Í gær

Athyglisverð mynd kemur fram í sviðsljósið – Átti Manchester United að detta úr leik í gær?

Athyglisverð mynd kemur fram í sviðsljósið – Átti Manchester United að detta úr leik í gær?