fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Margir Íslendingar reiðir eftir gærkvöldið: Skorar á Sóla Hólm – Af hverju var hann að reima skóna?

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 08:51

Sóli Hólm og stjórn Liverpool samfélagsins á Íslandsi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Liverpool á Íslandi grétu margir í kodda sinn í gærkvöld eftir að ljóst var að liðið væri úr leik í Meistaradeild Evrópu. Þetta sigursæla félag sem verið hefur í miklu stuði síðustu ár horfir í þá staðreynd að enginn titill vinnst á þessu tímabili. Á Anfield í gær Liverpool tóku heimamenn á móti Real Madrid. Fyrri leikur liðanna endaði með 3-1 sigri Real Madird og því þurfti Liverpool að vinna upp gott forskot í leiknum í gær.

Leikurinn í gær endaði með markalausu jafntefli og því er Liverpool úr leik með samanlögðu 3-1 tapi.

Stuðningsmenn Liverpool á Íslandi eru margir og á Facebook síðu þeirra fara fram heitar umræður. Uppistandarinn Sóli Hólm sem stundum er kallaður formaður Liverpool samfélagsins á Íslandi fær áskorun. „Jæja Sóli Hólm núna þurfum við söfnuðurinn að fara henda í söfnun og sækja Mbappe. Make it happen „Hvernig við skorum ekki í þessum leik er mér hulin ráðgáta. Okkur vantar alvöru senter, Mane þarf góða hvíld finnst hann alveg sprunginn. Menn oft að skjóta á Salah, en Salah er að skila sínum mörkum í vetur (átti að skora í kvöld samt),“ skrifar Orri Rafn Sigurðarson, harður stuðningsmaður Liverpool.

Þráinn nokkur bendir á að vandamálið sé augljóst. „Það sást vel í dag hversu mikið okkur vantar leiðtoga í liðið…einhvern sem að lemur liðið áfram og leyfir engum að hengja haus.“

Jón Örn Gunnlaugsson ætlar að leyfa sér að vera í vondu skapi með sína menn. „Ætla nú bara að leyfa mér að vera fúll, nenni ekki alltaf þessu Pollýönnudæmi. Stundum má bara vera pínu pirraður. Hrikaleg nýting á færum… YNWA á samt alltaf við,“ skrifar Jón.

Af hverju var hann að reima skóna
:

Arnar nokkur er ansi óhress með Gini Wijnaldum miðjumann félagsins sem fór að reima skóna sína undir lok leiksins. „Wijnaldum fór bara að reima skóinn sinn á 88. mínútu í 8-liða úrslitum CL, vandræðalegt…,“ skrifar Arnar og birtir þessa mynd með.

Margir mótmælur orðum Arnars en hann stóð fastur á sínu. „Það má vel vera en finnst þetta bara ekki í lagi, lika ótrúlegt að þessi maður fái að vera með fyrirliðabandið þegar hann neitar að semja við félagið. Reimaðu bara þegar boltinn fer úr leik, engin geimvísindi,“ segir Arnar.

Þórir Sæmundsson, leikari er einnig ósáttur og þá sérstaklega með Jurgen Klopp þjálfara liðsins. „Klopp á þetta skuldlaust.
Pældu í að taka tvo framherja út af þegar þú þarft tvö mörk og tíu mín eftir af leiknum. Inn koma tveir miðjumenn sem hvorugir eru miklir markaskorarar. Galið. Og byrjar með Jota á bekknum…. Sárt að sjá hvað það vantar mikið upp á hjá þjálfaranum þegar kemur að pjúra tatkískum pælingum. Ótrúlega sorglegt að sjá þetta svona skýrt,“
skrifar Þórir.

Umræðuna má sjá í heild hér að neðan.

Leik lokið og þáttöku Liverpool í meistaradeildinni er lokið þetta tímabilið. Erfitt að taka þessu enda börðust…

Posted by Stuðningsmenn Liverpool F.C. á Íslandi on Wednesday, 14 April 2021

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal opið fyrir því að leyfa þessum þremur að fara strax í janúar

Arsenal opið fyrir því að leyfa þessum þremur að fara strax í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“
433Sport
Í gær

Þetta beið Arons Einars þegar hann snéri aftur heim í gær – „Kemur pabbi, við elskum þig“

Þetta beið Arons Einars þegar hann snéri aftur heim í gær – „Kemur pabbi, við elskum þig“
433Sport
Í gær

Cristiano Ronaldo mætir á fund Donald Trump í Hvíta húsinu í dag – Ekki komið til Bandaríkjanna í mörg ár

Cristiano Ronaldo mætir á fund Donald Trump í Hvíta húsinu í dag – Ekki komið til Bandaríkjanna í mörg ár