fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Tuchel: „Á heildina litið áttum við skilið að sigra Porto“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 21:26

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld með samanlögðum 2-1 sigri á Porto. Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea gerði sér grein fyrir því fyrir leik kvöldsins að hann yrði erfiður.

„Við sættum okkur við það að þetta yrði mjög erfið barátta í kvöld. Þetta var kannski ekki skemmtilegasti leikurinn til að horfa á en frá hliðarlínunni séð var þetta spennuþrunginn og hraður leikur.“

„Þetta var mikil barátta, það er mjög erfitt að spila á móti þessu liði og losna undan þeirra pressu. Þeir búa yfir góðu flæði í sóknarleiknum og eru agressívir í sínum aðgerðum. Þeir skipta um stöður í sífellu, koma að þér aftanfrá, taka utanáhlaup og við þurftum að aðlaga leik okkar töluvert. Með hverri mínútu sem leið stóðum við okkur betur eftir erfiða byrjun.“

Tuchel segir að Chelsea hafi átt meira skilið í kvöld en það sé sanngjarnt að liðið sé komið áfram í undanúrslit keppninnar.

„Við vörðumst vel og áttum skilið að halda markinu hreinu. Við áttum betri færi í leiknum, ekki mörg en betri færi. Við náðum ekki að klára þau með marki svo við þurftum að halda fókus og leikmennirnir gerðu það. Á heildina litið áttum við skilið að sigra Porto, þetta voru erfiðar 180 mínútur.“

„Við þurftum að vera varnarsinnaðir. Venjulega er Porto lið sem getur látið önnur lið spila undir getu, Manchester City og Juventus lenu í því í riðlakeppninni. Gegn Porto verður maður að sætta sig við að hlutirnir verða erfiðir.“

Eina mark leiksins kom á síðustu mínútu uppbótartíma.

„Hluti af uppleggi okkar var að leyfa ekki hinu liðinu að spila sinn leik og við gerðum það í dag. Allt þar til að þeir áttu heppnisskot á síðustu mínútunni, gáfum við ekki færi á okkur. Við klúðruðum nokkrum skyndisóknum og lokasnertingum á síðasta þriðjungi en við erum með ungt lið. Við vorum með tvo leikmenn sem skoruðu sín fyrstu mörk í Meistaradeild Evrópu í fyrri viðureigninni og við verðum að sætta okkur við okkar aðstæður.“

„Það voru forréttindi að fylgjast með baráttu leikmannanna og að vera á hliðarlínunni að hjálpa þeim,“ sagði Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea eftir að liðið hafði tryggt sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Jesus segir fréttirnar um framtíð hans hjá Arsenal algjört kjaftæði

Jesus segir fréttirnar um framtíð hans hjá Arsenal algjört kjaftæði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ummæli sem vekja athygli – Draumurinn er að spila fyrir Manchester United

Ummæli sem vekja athygli – Draumurinn er að spila fyrir Manchester United
433Sport
Í gær

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki
433Sport
Í gær

Nefnd á vegum ensku deildarinnar kveður upp áhugaverðan dóm um Van Dijk markið

Nefnd á vegum ensku deildarinnar kveður upp áhugaverðan dóm um Van Dijk markið
433Sport
Í gær

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“
433Sport
Í gær

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku
433Sport
Í gær

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“