fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Svitnaði með kærustunni til að finna gleðina

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo æfði með unnustu sinni í gær til að reyna að finna gleðina og létta sér lundina eftir erfiðan sunnudag, Ronaldo birti myndir af sér í gær í ræktinni með Georgine Rodriguez. Ronaldo leikmaður Juventus er ekki í góðu skapi þessa dagana enda gengi Juventus ekki verið gott á þessu tímabili. Juventus hefur verið í áskrift af sigri í Seriu A síðustu ár en liðið mun ekki vinna deildina í ár. Liðið er tólf stigum á eftir toppliði Inter.

Þá féll Juventus úr leik í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Porto, Ronaldo missti svo stjórn á sér í fyrradag þegar Juventus vann Genoa.

Juventus vann 3-1 sigur en Ronaldo skoraði ekki, það fór verulega í taugarnar á Ronaldo sem fór ekki í felur með það. Að leik loknum tók hann treyjuna sína og henti henni í grasið.

Ronaldo var ósáttur með samherja sína og kýldi í vegg þegar hann gekk inn í búningsklefa, ítalskir fjölmiðlar segja frá.

Þar kemur fram að hann sé ósáttur með leikmannahóp Juventus og að hann geri kröfu á að félagið styrki leikmannahópinn all hressilega í sumar. Juventus hefur hins vegar sagt að félagið hafi ekki mikla fjármuni til að kaupa í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld