fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Þurftu að mæta til leiks með sjö menn – ,,Ósanngjarnasti leikur sögunnar“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 12. apríl 2021 20:25

Leikmennirnir sjö. Mynd/Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lið Rionegro Aguilas, í efstu deild Kólumbíu, neyddist til að spila leik sinn í gær með aðeins sjö leikmenn inni á vellinum. Ástæðan fyrir þessu var fjöldi kórónuveirusmita ásamt meiðslum í leikmannahópnum.

Aguilas reyndi að fá leiknum frestað en alls voru 22 leikmenn félagsins fjarverandi. Þeir sem stjórna deildinni þar ytra voru þó ekki á þeim buxunum sýna liðinu skilning og fór leikurinn því fram.

Aguilas gerði það besta úr stöðunni og tefldi fram í 3-2-1 leikkerfi. Þá þurftu þeir að tefla varamarkverði sínum fram í vörninni.

Þrátt fyrir að vera fjórum mönnum færri tókst liðinu að halda andstæðingum sínum í skefjum í tæpa klukkustund áður en þeir fengu á sig mark. Í kjölfarið komu tvö mörk í viðbót áður en leiknum lauk.

Liðin fengu þó ekki að klára leikinn þar sem einn leikmaður Aguilas meiddist þegar um 10 mínútur voru eftir. Það þarf lágmark sjö til að mega spila og því þurfti að flauta leikinn af.

Þegar félagið tilkynnti byrjunarliðið á Twitter fyrir leik fylgdi textinn ,,Þeir átján…. fyrirgefið sjö sem valdir voru í ósanngjarnasta leik sögunnar.“

Hér fyrir neðan má sjá byrjunarlið Aguilas í leiknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?
433Sport
Í gær

Ray Anthony tekur við Grindavík – Feðgar munu aðstoða hann

Ray Anthony tekur við Grindavík – Feðgar munu aðstoða hann
433Sport
Í gær

United færist nær því að kaupa landsvæði – Geta þá byggt nýja heimavöllinn

United færist nær því að kaupa landsvæði – Geta þá byggt nýja heimavöllinn