fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Þurftu að mæta til leiks með sjö menn – ,,Ósanngjarnasti leikur sögunnar“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 12. apríl 2021 20:25

Leikmennirnir sjö. Mynd/Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lið Rionegro Aguilas, í efstu deild Kólumbíu, neyddist til að spila leik sinn í gær með aðeins sjö leikmenn inni á vellinum. Ástæðan fyrir þessu var fjöldi kórónuveirusmita ásamt meiðslum í leikmannahópnum.

Aguilas reyndi að fá leiknum frestað en alls voru 22 leikmenn félagsins fjarverandi. Þeir sem stjórna deildinni þar ytra voru þó ekki á þeim buxunum sýna liðinu skilning og fór leikurinn því fram.

Aguilas gerði það besta úr stöðunni og tefldi fram í 3-2-1 leikkerfi. Þá þurftu þeir að tefla varamarkverði sínum fram í vörninni.

Þrátt fyrir að vera fjórum mönnum færri tókst liðinu að halda andstæðingum sínum í skefjum í tæpa klukkustund áður en þeir fengu á sig mark. Í kjölfarið komu tvö mörk í viðbót áður en leiknum lauk.

Liðin fengu þó ekki að klára leikinn þar sem einn leikmaður Aguilas meiddist þegar um 10 mínútur voru eftir. Það þarf lágmark sjö til að mega spila og því þurfti að flauta leikinn af.

Þegar félagið tilkynnti byrjunarliðið á Twitter fyrir leik fylgdi textinn ,,Þeir átján…. fyrirgefið sjö sem valdir voru í ósanngjarnasta leik sögunnar.“

Hér fyrir neðan má sjá byrjunarlið Aguilas í leiknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“
433Sport
Í gær

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“