fbpx
Þriðjudagur 20.apríl 2021
433Sport

Það virðist fátt geta stöðvað Chelsea undir stjórn Tuchel

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 8. mars 2021 20:25

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea tók á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn endaði með 2-0 sigri Chelsea en leikið var á Stamford Bridge í Lundúnum.

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton og bar fyrirliðabandið í leiknum.

Chelsea komst yfir á 31. mínútu þegar að Ben Godfrey, leikmaður Everton varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 65. mínútu þegar að Jorginho tvöfaldaði forystu Chelsea með marki úr vítaspyrnu.

Fleiri mörk voru ekki skoruð endaði leikurinn með 2-0 sigri Chelsea sem hefur enn ekki tapað leik undir stjórn Thomasar Tuchel.

Árangur Tuchel með Chelsea hingað til er frábær. Liðið hefur spilað 11 leiki, unnið átta og gert þrjú jafntefli. Skorað 13 mörk og aðeins fengið á sig tvö.

Þegar að Tuchel tók við liðinu af Frank Lampard sat það í 9. sæti en er nú í 4. sæti sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu.

Chelsea 2 – 0 Everton 
1-0 Ben Godfrey (’31, sjálfsmark)
2-0 Jorginho (’65, víti)

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Jafntefli niðurstaðan er Englandsmeistararnir heimsóttu Leeds United

Jafntefli niðurstaðan er Englandsmeistararnir heimsóttu Leeds United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rifrildi, óheillandi æfingar og titlaleysi – Ástæður brottrekstrar ‘Hins sérstaka’

Rifrildi, óheillandi æfingar og titlaleysi – Ástæður brottrekstrar ‘Hins sérstaka’
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Klopp frétti fyrst af þátttöku Liverpool í Ofurdeildinni í gær – Hann og leikmenn Liverpool ekki hluti af ferlinu

Klopp frétti fyrst af þátttöku Liverpool í Ofurdeildinni í gær – Hann og leikmenn Liverpool ekki hluti af ferlinu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leikmenn liða í Ofurdeildinni ræddu sín á milli í dag varðandi viðbrögð – „Fótboltinn þarf á því að halda að þeir láti í sér heyra“

Leikmenn liða í Ofurdeildinni ræddu sín á milli í dag varðandi viðbrögð – „Fótboltinn þarf á því að halda að þeir láti í sér heyra“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Hlutabréfin rjúka upp
433Sport
Í gær

Harðorð yfirlýsing úr Laugardalnum – Styðja að hörðum refsingum verði beitt

Harðorð yfirlýsing úr Laugardalnum – Styðja að hörðum refsingum verði beitt
433Sport
Í gær

Hefur fengið 13,6 milljarða fyrir það eitt að missa vinnuna

Hefur fengið 13,6 milljarða fyrir það eitt að missa vinnuna
433Sport
Í gær

Þessir eru líklegastir til að taka við af Mourinho

Þessir eru líklegastir til að taka við af Mourinho
433Sport
Í gær

Þakkar Mourinho fyrir samstarfið – „Gylfi kláraði Móra“

Þakkar Mourinho fyrir samstarfið – „Gylfi kláraði Móra“