fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Ók um á druslu og bjó á stúdentagörðum með 18 milljónir á viku

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. mars 2021 10:32

Rodri á stúdentagörðum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rodrigo Hernandez miðjumaður Manchester City er ekki þessi staðalímynd sem fólk hefur um knattspyrnufólk, hann er lítið fyrir frægð og frama, ást hans liggur í fótboltanum. Hann hefur alltaf verið svona og góð laun hafa ekki breytt honum.

Rodri sem er frá Spáni kom til Manchester City fyrir einu og hálfu ári síðan en áður lék hann með Atletico Madrid og Villarreal.

Fjölskylda Rodri hefur lagt mikla áherslu á að hann mennti sig og þegar hann var hjá Villarreal gekk hann í skóla en spilaði einnig í bestu deild Spánar.

Á meðan hann lék með Villarreal bjó Rodri á stúdentagörðum í borginni, á sama tíma var Rodri með 18 milljónir í laun á viku.

„Fólk var í áfalli þegar það sá Rodri spila í efstu deild en hélt áfram að búa á stúdentagörðum,“ sagði Valentin Henarejo vinur Rodri sem bjó með honum á stúdentagörðunum.

Rodri eldar á stúdentagörðunum.

„Eftir fyrstu dagana í skólanum þá komst fólk að því að hann er bara venjulegur. Hann blandaði geði við alla, fólki fannst skrýtið að sjá svona stjörnu vaska upp diskana sína.“

Rodri hefur lítinn áhuga á dýrum bílum. „Þangað til nýlega þá ók hann bara um á gömlum Opel Corsa. Í raun algjör drusla,“ sagði vinur hans.

Rodri heldur áfram að ganga menntaveginn og er núna í meistaranámi í viðskiptafræði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni