fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Gylfi Þór segir Guðjón fara fram með rakalausa lygi – „Maður varla nennir að svara fyrir þetta“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 29. mars 2021 14:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson áttar sig ekki á því hvaða vegferð Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari, er á. Guðjón steig fram í gær og sagði frá því að ósætti væri á milli Gylfa Þórs og Eiðs Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, og forysta KSÍ hafa vísað orðum Guðjóns til föðurhúsanna.

Gylfi er lykilmaður í íslenska landsliðinu og Eiður Smári er í dag aðstoðarþjálfari liðsins. Ummælin lét Guðjón falla í hlaðvarpsþættinum The Mike Show. Gylfi Þór er ekki í íslenska landsliðshópnum um þessar mundir og hélt Guðjón því fram að ósætti milli hans og Eiðs Smára spilaði þar stórt hlutverk. Gylfi segir það langt frá sannleikanum, hann og Eiður Smári séu góðir vinir.

Gylfi Þór og Alexandra Helga Ívarsdóttir, eiginkona hans, eiga von á sínu fyrsta barni en ferlið að því að eignast barn hefur verið langt og vill Gylfi vera á staðnum þegar barnið kemur í heiminn.

„Ég kannast ekki við ósætti milli míns og Eiðs Smára, nema þá að Guðjón Þórðarson viti eitthvað meira en ég,“ sagði Gylfi Þór í einkaviðtali við 433.is í dag

Gylfa þykir það kjánalegt að Guðjón setji svona hluti fram án þess að kanna sannleikann. Gylfi lék undir stjórn Guðjóns árið 2009 hjá Crewe Alexandra. „Þetta er bara kjánalegt að fyrrum landsliðsþjálfari og fyrrum þjálfari minn sé að segja þetta í einhverju viðtali, ég veit ekki alveg hvaðan þetta kemur,“ sagði Gylfi sem les hvorki fjölmiðla eða fylgist með umræðu á samfélagsmiðlum en vildi svara fyrir þetta, honum finnst illa að sér og Eiði Smára vegið.

„Það voru einhverjir sem spurðu mig út í þetta í gærkvöldi en venjulega myndi ég ekki svara svona. Mér líkar mjög vel við Eið Smára og vildi því hreinlega klára þetta mál strax,“ sagði Gylfi um málið.

Gylfi Þór og Alexandra Helga eiginkona hans / GettyImages

Hefði þurft að fara í sóttkví:

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á sínu fyrsta barni innan tíðar, hefði Gylfi farið í verkefni landsliðsins og Alexandra farið af stað hefði Gylfi setið heima með sárt ennið og ekki farið með henni í gegnum fæðinguna. Mikið hefur verið rætt og ritað um hvort Gylfi hefði ekki getað farið heim ef Alexandra færi af stað, á tímum COVID-19 er málið ekki svo einfallt.

„Það er mjög skrýtið að þessi umræða eigi sér stað, eiginkona mín er ólétt og ég ætlaði ekki að missa af fæðingunni. Hvort sem það kæmi á tíma eða eitthvað fyrr, ef það væri ekki fyrir COVID þá hefði ég getað farið og flogið beint til baka ef hún færi af stað. Það er sóttkví ef ég kem til baka inn í Bretland,“ sagði Gylfi.

Gylfi hefði mátt spila og æfa með Everton í sóttkví en hann hefði ekki mátt fara upp á sjúkrahús. „Ef Alexandra hefði farið af stað í gær, þá væri ég í sóttkví í fimm daga. Ég hefði mátt fara á æfingar og í leiki en ég hefði ekki mátt fara upp á sjúkrahús: Það er því miður eina ástæðan þrátt fyrir að einhverjum hafi kannski þótt hitt vera skemmtileg saga,“ sagði Gylfi um fjarveru sína hjá íslenska landsliðinu.

Getty Images

Þarf ekki að tala við Eið Smára:

Gylfi telur að umræðan um svona mál hafi ekki áhrif inn í íslenska landsliðshópinn, liðið hefur byrjað undankeppni HM á tveimur tapleikjum. Fyrst tapaði liðið gegn Þýskalandi en skellurinn kom í gær þegar liðið tapaði 2-0 gegn Armeníu á útivelli.

„Ég held að ég, Eiður Smári og leikmenn séum ekkert mikið að spá í þessu. Það vita allir að þetta er ekki satt, við lifum í þessum heimi að það getur einhver sett eitthvað á Twitter og blaðamaður tekur það kannski upp, þá er það orðið að frétt sama hvort það sé rétt eða rangt,“ sagði Gylfi.

Hann hefur ekki tekið upp símann og rætt við Eið Smára um málið enda telur hann þess ekki þurfa. „Nei, nei, ég hef ekki talað við hann. Ég þarf ekkert að tala við hann, þetta er svo langt frá því að vera satt að maður varla nennir að svara fyrir þetta núna,“ sagði Gylfi.

©Anton Brink 2020

Spennan fyrir barninu gríðarleg:

Ferlið hjá Gylfa og Alexöndru að þeirra fyrsta barni hefur verið langt, hann er spenntur fyrir því að taka að sér nýtt hlutverk í lífinu. „Það er ekkert smá mikil spenna, við erum búin að reyna þetta í einhver sex ár og loksins gekk þetta. Þetta mun breyta lífinu,“ sagði Gylfi og heyra mátti spennuna í rödd hans.

Hann segir erfitt að taka ekki þátt í landsleikjum en að missa af fæðingunni var aldrei möguleiki í huga hans. „Ákvörðunin var ekki erfið að vera ekki í hópnum, ég vildi ekki missa af fæðingunni. Þegar þú ert hins vegar upp í sófa og ert ekki meiddur, það gerir þetta erfitt. Að horfa á og geta ekki hjálpað, við bjuggumst ekki við þremur stigum í Þýskalandi en það var svekkjandi að taka ekki stig eða stigin þrjú gegn Armeníu. Það eru bara tveir leikir búnir, það er nóg eftir af undankeppninni,“ sagði Gylfi Þór að lokum í einkaviðtali við 433.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Jóhann Berg leyfir sér að dreyma – „Við eigum fjóra bikarúrslitaleiki eftir“

Jóhann Berg leyfir sér að dreyma – „Við eigum fjóra bikarúrslitaleiki eftir“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kristján segir dómara landsins skíthrædda við Víkinga – „Þetta er bara galið“

Kristján segir dómara landsins skíthrædda við Víkinga – „Þetta er bara galið“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Var aldrei nálægt samkomulagi við Liverpool

Var aldrei nálægt samkomulagi við Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nú ólíklegt að hann taki við Liverpool og annað enskt félag komið inn í myndina

Nú ólíklegt að hann taki við Liverpool og annað enskt félag komið inn í myndina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ansi óvæntir orðrómar um Grealish

Ansi óvæntir orðrómar um Grealish
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Athyglisverð mynd kemur fram í sviðsljósið – Átti Manchester United að detta úr leik í gær?

Athyglisverð mynd kemur fram í sviðsljósið – Átti Manchester United að detta úr leik í gær?