fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Beckham tjáði sig um mögulega komu Messi eða Ronaldo til Inter Miami

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 1. mars 2021 20:08

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Beckham, einn af eigendum bandaríska liðsins Inter Miami, var spurður af blaðamönnum hvort Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo, gætu gengið til liðs við liðið.

Inter Miami er ungt félag, stofnað árið 2018 en Beckham hefur háleit markmið fyrir félagið og hvað leikmannamál varðar þá vill hann fá sigurvegara til liðs við sig.

„Þetta eru leikmenn sem við viljum fá til liðs við okkur, án efa. Ég tel að stuðningsmennirnir kynnu að meta það. Sem eigendur viljum við fá leikmenn til liðsins sem hafa drifkraft, vilja vinna og það er forgangsmál hjá okkur,“ sagði David Beckham.

Lionel Messi og Cristiano Ronaldo, hafa báðir verið orðaðir við Inter Miami.

„Ef við höfum möguleika á því að fá frábæra leikmenn til liðs við okkur á borð við Messi og Ronaldo, þá reynum við það. Þeir hafa verið bestu leikmenn í heimi síðastliðin 15 ár, vegna sinnar vinnusemi,“ sagði David Beckham.

Beckham var á sínum tíma leikmaður Manchester United og spilaði þar undir stjórn Sir Alex Ferguson. Ljóst er að hann lítur mikið upp til síns fyrrum stjóra hvað leikmannakaup varðar og er meðvitaður um að stundum er besti knattspyrnumaðurinn ekki endilega bestu kaupin.

„Sir Alex Ferguson var meistari í því að fá rétta leikmanninn til liðs við Manchester United. Hann var ekki alltaf á eftir besta knattspyrnuleikmanninum í heiminum, heldur sóttist hann eftir leikmönnum sem voru réttir fyrir liðið. Það er eitt af því sem ég vill innleiða hjá þessu félagi,“ sagði David Beckham, einn af eigendum Inter Miami.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld