fbpx
Þriðjudagur 20.apríl 2021
433Sport

Auðveldur sigur Tottenham

Bjarki Sigurðsson
Sunnudaginn 28. febrúar 2021 15:52

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham tóku á móti Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag á Tottenham Hotspur Stadium. Gareth Bale var í byrjunarliði Tottenham en þetta var aðeins þriðji leikurinn sem hann byrjar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Það tók Bale aðeins 68 sekúndur að skora fyrsta mark leiksins þegar hann potaði boltanum auðveldalega framhjá Nick Pope í marki Burnley eftir frábæra sendingu Heung-Min Son.

Næstur á blað var Harry Kane en hann skoraði eftir háan bolta í gegn frá téðum Gareth Bale. Bale kominn þá með mark og stoðsendingu eftir aðeins þrjár mínútur. Þriðja markið kom svo á 31. mínútu þegar boltinn datt fyrir Lucas Moura innan teigs og skoraði hann auðveldlega. Staðan var því 3-0 fyrir heimamenn í hálfleik.

Gareth Bale var síðan aftur á ferðinni á 55. mínútu þegar hann átti frábært skot í stöngina og inn. Fleiri voru mörkin ekki og frábær sigur hjá Tottenham sem sitja í 8. sæti deildarinnar en Burnley fara heim með núll stig og eru í 15. sæti, fimm stigum fyrir ofan fallsæti.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eftir öll lætin hefur nú verið tilkynnt hvernig ný Meistaradeild verður

Eftir öll lætin hefur nú verið tilkynnt hvernig ný Meistaradeild verður
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Hlutabréfin rjúka upp
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stutt stopp í atvinnumennsku – Ágúst á leið til FH

Stutt stopp í atvinnumennsku – Ágúst á leið til FH
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Forsetinn mætti með boxhanskana og lét í sér heyra – „Hráka framan í andlitið á öllum“

Forsetinn mætti með boxhanskana og lét í sér heyra – „Hráka framan í andlitið á öllum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Algjör falsfrétt að Mourinho hafi neitað að fara á æfingu vegna Ofurdeildarinnar

Algjör falsfrétt að Mourinho hafi neitað að fara á æfingu vegna Ofurdeildarinnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þessir eru líklegastir til að taka við af Mourinho

Þessir eru líklegastir til að taka við af Mourinho
433Sport
Í gær

Staðfesta stofnun nýju Ofurdeildarinnar í knattspyrnu – Svona verður hún

Staðfesta stofnun nýju Ofurdeildarinnar í knattspyrnu – Svona verður hún
433Sport
Í gær

Messi náði mögnuðu afreki í gær

Messi náði mögnuðu afreki í gær