fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
433Sport

Alisson í sárum eftir andlát föður síns – Getur ekki mætt í útför hans

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. febrúar 2021 09:40

Alisson og Jose Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Agostinho Becker faðir Alisson Becker markvarðar Liverpool fannst látinn nærri heimili sínu í fyrradag. Talið er að Jose hafi drukknað í stöðuvatni við heimilið. Fjölskyldan á sveitasetur í suður Brasilíu, húsið er staðsett í Lavras do Sul þar sem Jose ætlaði að fara og synda í. Þegar Jose skilaði sér ekki aftur í húsið hófst leit að honum, vinur hans og starfsmaður á sveitasetrinu fann hann svo í ánni.

Alisson er í sárum en í erlendum fjölmiðlum kemur fram að hann og faðir hans hafi verið bestu vinir, markvörður Liverpool á ekki tök á að mæta í útför föður síns.

Alisson hefði getað komið sér til Brasilíu en hefði þurft að fara í tíu daga sóttkví við komuna aftur til Englands, eiginkona hans er genginn tæpar 30 vikur með barn þeirra.

Samband þeirra feðga var afar náið en þeir töluðu saman í síma á hverjum degi, þegar faðir hans var á sveitasetrinu var hins vegar ekki hægt að ná í hann. Ekkert símasamband er þar sem setrið er, Jose hafði farið þangað einn og ætlaði að dvelja þar á meðan bylgja kórónuveirunnar gengur yfir Novo Hamburgo þar sem Jose bjó ásamt Magali eiginkonu sinni og móðir Alisson.

Alisson ætlar að fara til fjölskyldunnar á næstu vikum og líklega í kringum landsleiki Brasilíu þar sem hann getur ferðast og verið með fjölskyldunni, hann verður hins vegar ekki viðstaddur útförina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“
433Sport
Í gær

England: United vann sterkan sigur á Newcastle

England: United vann sterkan sigur á Newcastle
433Sport
Í gær

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“
433Sport
Í gær

,,Ég vissi af pressunni þegar ég kom til félagsins“

,,Ég vissi af pressunni þegar ég kom til félagsins“