fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Mun mokgræða eftir að hafa hjálpað fátækum síðustu mánuði

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 09:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcus Rashford framherji Manchester United mun mokgræða á nýjum samningi, ímynd hans hefur stækkað mikið síðustu mánuði eftir að hann fór að hjálpa fátækum börnum að nærast.

Rashford hefur síðustu mánuði barist við stjórnvöld í Bretlandi um að fæða börn sem alast upp við fátækt, barátta hans hefur vakið mikla athygli og Rashford fengið mikið lof fyrir. Ímynd hans er góð og fyrirtæki vilja tengjast slíkum leikmanni.

Nú mun Rashford njóta góðs af því en hann er að fara að gera nýjan samning er varðar takkaskóna sem hann spilar í. Stærstu stjörnur fótboltans græða vel á slíkjum samningum.

Samningur Rashford við Nike er að renna út í sumar og er Puma að bjóða Rashford gull og græna skó. Puma hefur verið að stækka mikið á þessum markaði síðustu mánuði.

Puma borgar Neymar 21 milljón punda á ári fyrir að klæðast skóm og fötum frá fyrirtækinu, vitað er að Nike vill halda Rashford og því getur hann notað þá samkeppni til að stækka samninginn.

Puma á einnig í viðræðum við Raheem Sterling og segja ensk blöð að fyrirtækið hafi boðið honum í kringum 10 milljónir punda á ári fyrir að leika í skóm fyrirtækisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrjár framlengdu við Víking

Þrjár framlengdu við Víking
433Sport
Í gær

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði