fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

Evrópudeildin: Manchester United áfram í 16-liða úrslit – Leicester úr leik eftir óvænt tap

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 21:53

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar lauk í kvöld með nokkrum leikjum. Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar eftir samanlagðan 4-0 sigur á Real Sociedad og Leicester City datt óvænt úr leik eftir tap gegn Slavia Prag.

Manchester United tók á móti Real Sociedad á Old Trafford í Manchester. Heimamenn höfðu unnið fyrri leikinn 4-0 og voru því með örugga forystu fyrir seinni leikinn í kvöld.

Ekkert mark var skorað og því fer Manchester United áfram í 16-liða úrslit keppninnar eftir samanlagðan 4-0 sigur úr einvíginu.

Það urðu heldur betur óvænt úrslit á King Power vellinum í Leicester þar sem heimamenn lentu í kröppum dansi við Slavia Prag. Fyrri leikur liðanna endaði með markalausu jafntefli.

Það voru leikmenn Slavia Prag sem reyndust sterkari í kvöld. Lukas Provod kom gestunum yfir mað marki á 49. mínútu og Abdallah Dipo Sima innsiglaði 2-0 sigur liðsins með marki á 79. mínútu.

Leicester City er því úr leik eftir samanlagðan 2-0 ósigur gegn Slavia Prag, heldur betur óvænt úrslit.

Liðin sem eru búin að tryggja sér sæti í 16- liða úrslitum: Tottenham, Molde, Ajax, Arsenal, Granada, Rangers, Shakhtar, Villarreal, Young Boys, Dinamo Zagreb, Roma, Slavia Prag, AC Milan, Manchester United, Dynamo Kyiv, PSV

PSV 2 – 0 Olympiacos (Samanlagt 4-3 sigur PSV)
1-0 Zahavi (’23)
2-0 Zahavi (’44)
2-1 Koka (’88)

Bayer Leverkusen 0 – 2 Young Boys (Samanlagt 6-3 sigur Young Boys)
0-1 Siebatcheu (’48)
0-2 Fassnacht (’86)

Dinamo Zagreb 1 – 0 Krasnodar (Samanlagt 4-2 sigur D.Zagreb)
1-0 Orsic (’31)

Roma 2 – 1 Braga (Samanlagt 5-1 sigur Roma)
1-0 Dzeko (’24)
2-0 Carles Perez (’75)
2-1 Cristante (’88, sjálfsmark)
3-1 Borja Mayoral (’90+1)

Leicester 0 – 2 Slavia Prag (Samanlagt 2-0 sigur S.Prag)
0-1 Provod (’49)
0-2 Dipo Sima (’79)

AC Milan 1 – 1 Crvena Zvezda (AC Milan vinnur á útivallarmörkum, 3-3)
1-0 Kessié (‘9)
1-1 Ben Nabouhane (’24)

Manchester United 0 – 0 Real Sociedad (Samanlagt 4-0 sigur Man Utd)

Club Brugge 0 – 1 Dynamo Kyiv (Samanlagt 2-1 sigur D.Kyiv)
0-1 Buyalskiy (’83)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bruno Fernandes hjólaði í fyrrum samherja þegar hann var með leiðindi – Sjáðu myndbandið

Bruno Fernandes hjólaði í fyrrum samherja þegar hann var með leiðindi – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

City staðfestir kaup á Antoine Semenyo

City staðfestir kaup á Antoine Semenyo
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kristján Hjörvar yfirgaf Akranes og samdi við Aftureldingu

Kristján Hjörvar yfirgaf Akranes og samdi við Aftureldingu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Urðar yfir Martinelli eftir að hann hjólaði í alvarlega meiddan Bradley

Urðar yfir Martinelli eftir að hann hjólaði í alvarlega meiddan Bradley
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kallað eftir brottreksti úr sjónvarpi eftir að hafa látið þessi orð falla í gær

Kallað eftir brottreksti úr sjónvarpi eftir að hafa látið þessi orð falla í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rauk út úr beinni útsendingu í gær vegna neyðarástands í fjölskyldunni – Andlát pabba hennar nú staðfest

Rauk út úr beinni útsendingu í gær vegna neyðarástands í fjölskyldunni – Andlát pabba hennar nú staðfest
433Sport
Í gær

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina
433Sport
Í gær

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum