fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
433Sport

Evrópudeildin: Manchester United áfram í 16-liða úrslit – Leicester úr leik eftir óvænt tap

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 21:53

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar lauk í kvöld með nokkrum leikjum. Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar eftir samanlagðan 4-0 sigur á Real Sociedad og Leicester City datt óvænt úr leik eftir tap gegn Slavia Prag.

Manchester United tók á móti Real Sociedad á Old Trafford í Manchester. Heimamenn höfðu unnið fyrri leikinn 4-0 og voru því með örugga forystu fyrir seinni leikinn í kvöld.

Ekkert mark var skorað og því fer Manchester United áfram í 16-liða úrslit keppninnar eftir samanlagðan 4-0 sigur úr einvíginu.

Það urðu heldur betur óvænt úrslit á King Power vellinum í Leicester þar sem heimamenn lentu í kröppum dansi við Slavia Prag. Fyrri leikur liðanna endaði með markalausu jafntefli.

Það voru leikmenn Slavia Prag sem reyndust sterkari í kvöld. Lukas Provod kom gestunum yfir mað marki á 49. mínútu og Abdallah Dipo Sima innsiglaði 2-0 sigur liðsins með marki á 79. mínútu.

Leicester City er því úr leik eftir samanlagðan 2-0 ósigur gegn Slavia Prag, heldur betur óvænt úrslit.

Liðin sem eru búin að tryggja sér sæti í 16- liða úrslitum: Tottenham, Molde, Ajax, Arsenal, Granada, Rangers, Shakhtar, Villarreal, Young Boys, Dinamo Zagreb, Roma, Slavia Prag, AC Milan, Manchester United, Dynamo Kyiv, PSV

PSV 2 – 0 Olympiacos (Samanlagt 4-3 sigur PSV)
1-0 Zahavi (’23)
2-0 Zahavi (’44)
2-1 Koka (’88)

Bayer Leverkusen 0 – 2 Young Boys (Samanlagt 6-3 sigur Young Boys)
0-1 Siebatcheu (’48)
0-2 Fassnacht (’86)

Dinamo Zagreb 1 – 0 Krasnodar (Samanlagt 4-2 sigur D.Zagreb)
1-0 Orsic (’31)

Roma 2 – 1 Braga (Samanlagt 5-1 sigur Roma)
1-0 Dzeko (’24)
2-0 Carles Perez (’75)
2-1 Cristante (’88, sjálfsmark)
3-1 Borja Mayoral (’90+1)

Leicester 0 – 2 Slavia Prag (Samanlagt 2-0 sigur S.Prag)
0-1 Provod (’49)
0-2 Dipo Sima (’79)

AC Milan 1 – 1 Crvena Zvezda (AC Milan vinnur á útivallarmörkum, 3-3)
1-0 Kessié (‘9)
1-1 Ben Nabouhane (’24)

Manchester United 0 – 0 Real Sociedad (Samanlagt 4-0 sigur Man Utd)

Club Brugge 0 – 1 Dynamo Kyiv (Samanlagt 2-1 sigur D.Kyiv)
0-1 Buyalskiy (’83)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Zirkzee ætlar sér burt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Amorim áfram án lykilmanna

Amorim áfram án lykilmanna
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Óvænt endurkoma til Englands í kortunum?

Óvænt endurkoma til Englands í kortunum?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ummæli Ronaldo um framtíð sína vekja athygli

Ummæli Ronaldo um framtíð sína vekja athygli
433Sport
Í gær

Settu nýtt met í ensku úrvalsdeildinni

Settu nýtt met í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Opinberaði hversu oft hann og Pamela Anderson stunduðu kynlíf á kvöldi

Opinberaði hversu oft hann og Pamela Anderson stunduðu kynlíf á kvöldi