Miðvikudagur 03.mars 2021
433Sport

Inter hafði betur í Derby della Madonnina

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 21. febrúar 2021 15:55

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erkifjendurnir í AC Milan og Inter Milan mættust í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Inter vann leikinn 3-0 en leikið var á Giuseppe Meazza.

Það var mikil eftirvænting fyrir leiknum en liðin sátu í 1. og 2. sæti deildarinnar og því um sannkallaðan toppslag að ræða. Þá höfðu áflog milli Romelu Lukaku og Zlatan Ibrahimovic í fyrri leik liðanna einnig aukið á spennuna fyrir leiknum.

Fyrsta mark leiksins kom á 5. mínútu, það skoraði Lautaro Martínez eftir undirbúning frá Romelu Lukaku.

Martinez var svo aftur á ferðinni á 57. mínútu er hann tvöfaldaði forystu Inter með marki eftir stoðsendingu frá Ivan Perisic.

Það var síðan Romelu Lukaku sem innsiglaði 3-0 sigur Inter með marki á 66. mínútu eftir stoðsendingu frá Ivan Perisic.

Inter er eftir leikinn í 1. sæti deildarinnar með 53 stig, fjórum stigum meira en AC Milan sem situr í 2. sæti deildarinnar með 49 stig.

AC Milan 0 – 3 Inter Milan
0-1 Lautaro Martinez (‘5)
0-2 Lautaro Martinez (’57)
0-3 Romelu Lukaku (’66)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Horfðu á sjónvarpsþátt 433 í heild hérna – Arnar Þór, Aron Jó og Benedikt Bóas voru gestir

Horfðu á sjónvarpsþátt 433 í heild hérna – Arnar Þór, Aron Jó og Benedikt Bóas voru gestir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hausverkur Arnars – Hver verður númer eitt hjá íslenska landsliðinu undir hans stjórn?

Hausverkur Arnars – Hver verður númer eitt hjá íslenska landsliðinu undir hans stjórn?
433Sport
Í gær

Allar líkur á að Salah missi af upphafi næsta tímabils hjá Liverpool

Allar líkur á að Salah missi af upphafi næsta tímabils hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Liverpool goðsögn féll frá í gær

Liverpool goðsögn féll frá í gær