Sunnudagur 07.mars 2021
433Sport

Freyr hreinskilinn – „Við munum sakna Heimis“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 21. febrúar 2021 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar hjá Al-Arabi, mun stýra liðinu í leik gegn toppliði Al-Sadd í katörsku úrvalsdeildinni á mánudaginn.

Heimir getur ekki stýrt Al-Arabi í næstu leikjum eftir að hafa greinst með Covid-19 á dögunum.

„Við munum klárlega sakna Heimis vegna þess að hann hefur frábæra nærveru. Við höfum reynt að hafa undirbúninginn fyrir leikinn eins venjulegan og kostur er á,“ sagði Freyr á blaðamannafundi fyrir leikinn.

Hann segir að nú sé það undir leikmönnum komið að sanna sig.

„Þetta er gott tækifæri fyrir leikmennina til að sýna leiðtogahæfni sína. Það verða ekki stórvægilegar breytingar en fjarveru Heimis mun gæta. Við vonumst til að hann snúi aftur sem fyrst,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Al-Arabi.

Liðið hefur verið á góðu skriði síðustu vikur en eftir erfiða byrjun í deildinni hefur liðið náð vopnum sínum. Al-Arabi er sem stendur í 6. sæti deildarinnar með 23 stig eftir 16 leiki.

Freyr bættist við þjálfarateymi Heimis hjá Al-Arabi eftir að hafa lokið starfi sínu sem aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins sem lék á þeim tíma undir stjórn Erik Hamrén.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

United tók 10 milljarða í lán – Hagnaður en skuldir hækka mikið

United tók 10 milljarða í lán – Hagnaður en skuldir hækka mikið
433Sport
Í gær

Enn eitt áfall fyrir Klopp – Kabak getur ekki spilað um helgina

Enn eitt áfall fyrir Klopp – Kabak getur ekki spilað um helgina
433Sport
Fyrir 2 dögum

Chelsea hafði betur gegn Liverpool – Englandsmeistararnir í vandræðum

Chelsea hafði betur gegn Liverpool – Englandsmeistararnir í vandræðum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ítarlegt viðtal við Arnar Þór – Lagerback vegur upp á móti veikleikum hans og Eiðs Smára

Ítarlegt viðtal við Arnar Þór – Lagerback vegur upp á móti veikleikum hans og Eiðs Smára