fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Frábær tölfræði Gylfa – Má samt þola gagnrýni á Englandi

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 20. febrúar 2021 20:32

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nágrannaslagurinn milli Liverpool og Everton fór fram á Anfield í dag. Um var að ræða fyrstu viðureign liðanna síðan Jordan Pickford, markmaður Everton, tæklaði Virgil van Dijk, lykilmann Liverpool, með þeim afleiðingum að hann meiddist en hann er ennþá meiddur. Sá leikur endaði með jafntefli sem var ansi svekkjandi fyrir Liverpool-menn.

Liverpool var hins vegar í vandræðum í dag og vann Everton að lokum 0-2 sigur þar sem Gylfi Sigurðsson skoraði seinna markið.

Richarlison kom Everton yfir snemma leiks en Gylfi Þór Sigurðsson skoraði síðan annað mark Everton en markið skoraði hann úr vítaspyrnu. Gylfi byrjaði á bekknum en kom inn á þegar tæp klukkustund var liðin af leiknum. Hér fyrir neðan má sjá markið hans Gylfa.

Markið var það 28 sem Gylfi skorar fyrir Everton, 23 af 28 mörkum Gylfa hafa komið í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi gekk í raðir Everton árið 2018. Gylfi hefur einnig lagt upp 22 mörk fyrir Everton og hefur hann því komið að 50 mörkum fyrir félagið.

Gylfi hefur spilað 141 leik fyrir Everton og kemur hann því að marki í tæplega þriðja hverjum leik sem hann spilar. Gylfi hefur spilað 10.753 mínútur fyrir Everton og kemur því að marki á 215 mínútna fresti.

Þrátt fyrir góða tölfræði hefur Gylfi mátt þola mikla gagnræýni frá blaðamönnum og stuðningsmönnum í Bítlaborginni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot