fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Gömlu vinirnir voru að berjast um starfið – Henry að hafa betur

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 18. febrúar 2021 15:30

Thierry Henry. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gömlu vinirnir Patrick Vieira og Thierry Henry voru að keppast um starfið hjá Bournemouth í næst efstu deild Englands, svo virðist sem Henry fái starfið að lokum.

Búist er við að Henry taki við Bournemouth á allra næstu dögum, hann þarf að ná samkomulagi við Montreal Impact um að láta af störfum.

Arsene Wenger stjóri þeirra hjá Arsenal segir að þeir félagar hafi barist um starfið. „Ég vissi að Vieira var nálægt þessu. Ég átti ekki von á því að Henry færi í þetta vegna starfsins í Montreal,“ sagði Wenger um málið.

Henry tók fyrst við Monaco árið 2018 en var rekinn stuttu síðar, hann var aðstoðarþjálfari Belgíu og tók svo við Montreal Impact í fyrra.

„Bournemouth er gott félag, þetta er góð áskorun,“ sagði Wenger um málið.

„Bournemouth er með góða leikmenn, það er gott skref fyrir ungan stjóra að koma þarna inn. Þetta er góð áskorun til að koma liðinu upp í efstu deild.“

Bournemouth er í næst efstu deild en félagið á góðan möguleika á að komast upp og þá sérstaklega í gegnum umspil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu
433Sport
Í gær

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum
433Sport
Í gær

Dumfries fáanlegur fyrir 25 milljónir

Dumfries fáanlegur fyrir 25 milljónir