fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Segir pirring í Eiði Smára hafa haft áhrif á útkomuna – „Hann er ofurstjarna“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 10:29

© 365 ehf / Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Guðjónsson fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmaður Íslands gerir upp feril sinn í skemmtilegu viðtali við Jóhann Skúla í Draumaliðinu.

Þórður lék í þrettán ár sem atvinnumaður og lék 58 A-landsleiki fyrir Ísland. Hann segir að aðbúnaður íslenskra landsliðsmanna á hans tímum með landsliðinu hafi ekki verið góður. Hann segist horfa stoltur á stöðu mála í dag, þar séu mál sem hann var að berjast fyrir.

„Ég get alveg sagt þér það, ég er stoltur af því þegar ég horfi til baka. Ég var í leikmannaráði í mörg ár og þetta var það sem ég var að berjast fyrir, ekki láta okkur fljúga fram og til baka um alla Evrópu, fullt af litlum atriðum, Það var lítið sem þurfti til að lyfta þessu aðeins upp,“ segir Þórður í viðtalinu.

Hann rifjar upp ferðalag til Armeníu sem var eftirminnilegt, um hafi verið að ræða flugvél sem sá fyrst og síðast um að ferja hesta. „Síðustu farþegar voru hestar á leið til Liege í Belgíu, það var skellt sætum þar inn. Það var stór hleri á henni sem lak, það var blautt í vélinni og hestalykt. Svo fljúgum við heim og ég togna gegn Rússlandi eftir 30 sekúndur, það var bara út af þessum aðstæðum.“

Hann ræðir svo um Eið Smára Guðjohnsen, hann segir hann besta í sögunni. „Besti maður Íslands í sögunni, þetta er gaur sem spilaði á hæsta leveli og vann Meistaradeildina. Eiður er á öðru leveli en hinir, hann er ofurstjarna. Hann er Messi eða Ronaldo fyrir okkur.“

Þórður segir þó að viðhorf Eiðs Smára hafa ekki alltaf verið gott þegar hann kom til móts við landsliðið á þeim tíma sem Þórður var í liðinu. Það hafi svo breyst þegar líða tók á feril Eiðs. „Ég segi það, alveg æðislegur drengur. Hefði hann haft viðhorfið sem hann hafði á EM 2016, á þeim árum sem við áttum séns. Hefði hann haft það viðhorf, þá hefðum við farið á stórmót. Hann pirraði sig á okkur hinum, spilandi í Chelsea og þessum liðum. Hann pirraði sig.“

Viðtalið við Þórð er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vonast til að úrslitaleikur HM fari fram á nýjum heimavelli United

Vonast til að úrslitaleikur HM fari fram á nýjum heimavelli United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tjáir sig í fyrsta skipti eftir að öryggisvörður tók hann hálstaki um helgina

Tjáir sig í fyrsta skipti eftir að öryggisvörður tók hann hálstaki um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Opnar sig um drykkjuvandamál sín – Setti flöskuna á hilluna í sumar

Opnar sig um drykkjuvandamál sín – Setti flöskuna á hilluna í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi