fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Stuðningsmenn Arsenal brjálaðir – Sjáðu hvað Aubameyang gerði eftir tapið í gær

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 3. desember 2021 13:39

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Arsenal eru allt annað sáttir við fyrirliða sinn Pierre-Emerick Aubameyang eftir hegðun hans á Instagram í gær. ÞAr setti hann „like“ við færslu sem Cristiano Ronaldo hetja Manchester United setti inn.

Manchester United tók á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leiknum lauk með 3-2 sigri heimamanna.

Arsenal komst yfir þegar tæpur stundarfjórðungur var liðinn af leiknum en markið var mjög umdeilt. Arsenal fékk hornspyrnu og virtist Fred, miðjumaður Manchester United, hafa farið í David de Gea og hann lagðist niður á grasið sárþjáður. Smith-Rowe fékk boltann fyrir utan teiginn og skoraði auðveldlega. Bruno Fernandes jafnaði metin rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og var jafnt er flautað var til hálfleiks.

Cristiano Ronaldo fagnar marki / Getty Images

Cristiano Ronaldo kom heimamönnum yfir í byrjun seinni hálfleiks eftir flotta sókn en þetta var hans 800. mark á ferlinum.

Martin Odegaard jafnaði metin aðeins þremur mínútum síðar eftir góða sendingu frá Martinelli.

Manchester United fékk svo vítaspyrnu þegar Odegaard braut á Fred og var atvikið skoðað í VAR. Ronaldo tók spyrnuna og skoraði af öryggi, mark númer 801 á ferlinum.

Stuðningsmenn Arsenal hafa hraunað yfir Aubameyang á samfélagsmiðlum eftir þetta like við færsluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Í gær

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace
433Sport
Í gær

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Í gær

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“
433Sport
Í gær

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi