fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Öflug Amanda yfirgefur Noreg og heldur í sterkari deild

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 11. desember 2021 15:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amanda Andradóttir er á förum frá Valarenga í Noregi og mun leika í sterkari deild á næstu leiktíð. Þetta herma öruggar heimildir 433.is.

Mun hún skrifa undir samning hjá nýju félagi á næstu dögum.

Amanda, sem verður 18 ára síðar í mánuðinum, lék sína fyrstu A-landsleiki fyrir Íslands hönd í ár. Hún valdi það að leika fyrir íslenska landsliðið fram yfir það norska. Gat hún valið á milli landanna þar sem faðir hennar er íslenskur og móðir hennar norsk.

Amanda hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Valarenga. Hún var til að mynda valin efnilegasti leikmaður félagsins í ár og þá var mark hennar einnig valið það flottasta í norsku úrvalsdeildinni. Markið, sem hún skoraði gegn Klepp, er einnig tilnefnt sem mark ársins í öllum deildum í Noregi í karla -og kvennaflokki. Hægt er að kjósa mark hennar með því að smella hér.

Áður en Amanda fór til Valarenga í fyrra lék hún með Nordsjælland í Danmörku.

Hér fyrir neðan má sjá mark Amöndu gegn Klepp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar

Arsenal biðlar til ensku úrvalsdeildarinnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kallar fréttirnar af Conte skáldskap

Kallar fréttirnar af Conte skáldskap
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rooney á því að þetta séu kaup tímabilsins – „Eftir allt sem hann gekk í gegnum“

Rooney á því að þetta séu kaup tímabilsins – „Eftir allt sem hann gekk í gegnum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Er þetta arftaki Salah á Anfield?

Er þetta arftaki Salah á Anfield?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu

Staðfesta sorglegt andlát – Var þekkt nafn á svæðinu
433Sport
Í gær

Ummæli leikmanns City um Salah eftir leik í gær vekja athygli

Ummæli leikmanns City um Salah eftir leik í gær vekja athygli
433Sport
Í gær

Gleymdu að slökkva á hljóðnema Rooney – Hlustaðu á umræðuna sem átti aldrei að fara í loftið

Gleymdu að slökkva á hljóðnema Rooney – Hlustaðu á umræðuna sem átti aldrei að fara í loftið