fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Davíð Þór Viðarsson verður yfirmaður knattspyrnumála hjá FH

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 3. desember 2021 14:19

Davíð þór til vinstri. ©Anton Brink 2019

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH hefur ráðið Davíð Þór Viðarsson sem yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu. Þetta herma öruggar heimildir 433.is.

Davíð Þór hefur nú þegar skrifað undir samning við FH en búist er við að félagið tilkynni um ráðningu hans á næstu dögum.

Davíð lét af störfum sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks í haust en hann aðstoðaði Eið Smára Guðjohnsen, Loga Ólafsson og Ólaf Jóhannesson á einu ári.

Davíð lagði skóna á hilluna árið 2019 eftir magnaðan feril með FH. Hann lék 9 A-landsleiki á ferli sínum.

Davíð var sjö sinnum Íslandsmeistari með FH en liðið á átta titla í sögunni, Davíð lék í atvinnumennsku þegar FH varð meistari árið 2012. Hann varð einu sinni bikarmeistari með FH.

Miðjumaðurinn fyrrverandi var sex ár í atvinnumennsku en nú verður hann yfirmaður knattspyrnumála hjá uppeldisfélaginu.

Fleiri félög hafa verið að feta þessa leið að vera með yfirmann knattspyrnumála en Víkingur réð Kára Árnason í slíkt starf á dögunum. Þá er Arnar Þór Viðarsson yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ auk þess að þjálfa íslenska landsliðið, Arnar og Davíð eru bræður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Slot opinberar hvað Van Dijk gerði eftir vonbrigðin í gær

Slot opinberar hvað Van Dijk gerði eftir vonbrigðin í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Viðtal í gær vekur athygli – Hjólaði í eigin leikmann og gaf í skyn að hann væri eigingjarn

Viðtal í gær vekur athygli – Hjólaði í eigin leikmann og gaf í skyn að hann væri eigingjarn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ómar Ingi valdi hóp til æfinga

Ómar Ingi valdi hóp til æfinga
Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hörmungar Liverpool halda áfram – Arsenal, Chelsea og City áfram og Newcastle henti Tottenham úr leik

Hörmungar Liverpool halda áfram – Arsenal, Chelsea og City áfram og Newcastle henti Tottenham úr leik
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Laugardalnum – Þrjár fá áttu

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Laugardalnum – Þrjár fá áttu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stelpurnar okkar áfram í A-deild eftir ansi sannfærandi sigur

Stelpurnar okkar áfram í A-deild eftir ansi sannfærandi sigur