Leikur Chelsea og Watford í ensku úrvalsdeildinni er hafinn á ný eftir alvarlegt atvik sem átti sér stað í stúkunni.
Einn stuðningsmaður hneig niður og fór í hjartastopp en Watford hefur staðfest það. Marcos Alonso var fyrstur til þess að átta sig á hvað var að eiga sér stað og í kjölfarið fóru bráðaliðar af stað.
Watford greindi frá því fyrir stuttu að ástand stuðningsmannsins sé stöðugt en hann er nú á leið á sjúkrahús þar sem hann mun undirgangast frekari rannsóknir.
Félögin hafa bæði sett inn færslur á Twitter þar sem þau þakka bráðaliðum fyrir skjót viðbrögð.
The thoughts of everyone at Chelsea Football Club are with the fan and all those affected.
Our thanks to the medical staff here at Vicarage Road for their quick response. 💙 https://t.co/8LK5JaKOZp
— Chelsea FC (@ChelseaFC) December 1, 2021