fbpx
Laugardagur 03.janúar 2026
433Sport

Enski boltinn: Liverpool fór létt með Everton – Mason Mount sá um Watford

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 1. desember 2021 22:10

Mohamed Salah/ Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni rétt í þessu. Liverpool fór létt með Everton, Chelsea náði sigri gegn Watford og Manchester City hafði betur gegn Aston Villa.

Everton tók á móti Liverpool í alvöru nágrannaslag. Liverpool byrjaði leikinn frábærlega og sáu leikmenn Everton ekki til sólar fyrstu tuttugu mínúturnar. Jordan Henderson kom Liverpool yfir á 9. mínútu og Mohamed Salah tvöfaldaði forystuna tíu mínútum síðar. Eftir annað markið var meira jafnræði á milli liðanna og minnkaði Demaral Gray muninn. Gestirnir komu ákveðnir í seinni hálfleikinn og skoraði Salah þriðja markið eftir frábæran sprett og Diogo Jota skoraði það fjórða með frábæru skoti.

Watford tók á móti Chelsea. Hræðilegt atvik átti sér stað á 12. mínútu leiksins er stuðningsmaður hneig niður og fór í hjartastopp. Leikurinn var því stöðvaður í rúman hálftíma. Endurlífgun bar árangur og var leikurinn flautaður aftur í gang. Mason Mount kom Chelsea yfir á 29. mínútu en leikmenn Watford voru seigir og jöfnuðu undir lok fyrri hálfleiks. Hakim Ziyech kom gestunum aftur yfir á 73. mínútu eftir stoðsendingu frá Mason Mount og þar við sat og 1-2 sigur Chelsea staðreynd.

Loks tók Aston Villa á móti Manchester City. Ruben Dias kom Manchester City yfir þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum. Bernando Silva tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Ollie Watkins minnkaði muninn í byrjun seinni hálfleiks en lengra komust lærisveinar Steven Gerrard ekki.

Everton 1 – 4 Liverpool
0-1 Jordan Henderson (´9)
0-2 Mohamed Salah (´19)
1-2 Demaral Gray (´38)
1-3 Mohamed Salah (´64)
1-4 Diogo Jota (´79)

Watford 1 -2 Chelsea
0-1 Mason Mount (´29)
1-1 Emmanuel Dennis (´43)
1-2 Hakim Ziyech (´73)

Aston Villa 1 – 2 Manchester City
0-1 Ruben Dias (´27)
0-2 Bernardo Silva (´43)
1-2 Ollie Watkins (´47)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tilboð á leið í Salah úr óvæntri átt?

Tilboð á leið í Salah úr óvæntri átt?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta tjáir sig um meiðslin

Arteta tjáir sig um meiðslin
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hojlund segir frá skilaboðum sem hann fékk frá stjórn Manchester United

Hojlund segir frá skilaboðum sem hann fékk frá stjórn Manchester United
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liðsfélagi Salah í fangelsi

Liðsfélagi Salah í fangelsi
433Sport
Í gær

Umboðsmaðurinn með áhugaverð ummæli

Umboðsmaðurinn með áhugaverð ummæli
433Sport
Í gær

Kristján segir frá súrealískum fundi sínum í Hafnarfirði í haust – „Vissu það allir sem sátu þennan fund“

Kristján segir frá súrealískum fundi sínum í Hafnarfirði í haust – „Vissu það allir sem sátu þennan fund“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Líklega á leið til Þýskalands frá Manchester City

Líklega á leið til Þýskalands frá Manchester City
433Sport
Fyrir 2 dögum

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“