fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Eiður Smári: ,,Af hverju gerðist þetta ekki í landsleikjaglugga?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 28. nóvember 2021 16:54

Eiður Smári Guðjohnsen / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Ég held að taflan sýni okkur nóg. Einn sigur í síðustu sjö, það er bara ekki Manchester United sæmandi,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen um brottrekstur Ole Gunnar Solskjær frá Manchester United á dögunum.

Man Utd hafði aðeins unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum sínum undir stjórn Solskjær. Ralf Rangnick er að taka við sem bráðabirgðastjóri hjá félaginu út tímabilið.

Eiður Smári var í setti Símans Sport fyrir leik Chelsea og Man Utd sem nú stendur yfir. Hann spyr sig af hverju Solskjær var ekki látinn fara í landsleikjaglugganum á dögunum.

,,Eins ljúfur og góður og hann er og maður vill honum ofsalega vel, eftir á að hyggja var maður farinn að spyrja sig: af hverju gerðist þetta ekki í landsleikjaglugga? Af hverju nýtti Manchester United sér ekki tímann í það: Okei, þetta þarf bara að gerast, þetta er óhjákvæmilegt, notum þann tíma,“ sagði Eiður.

,,En við erum kannski búnir að finna manninn til að taka við tímabundið, framtíðin kemur í ljós,“ sagði hann að lokum og vísaði í yfirvofandi ráðningu Rangnick.

Staðan í leik Chelsea og Man Utd er markalaus þegar rúmar 20 mínútur eru liðnar af leiknum. Michael Carrick er stjóri Man Utd í leiknum en búast má við að Rangnick taki við fyrir næsta leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld