fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
433Sport

Eiður Smári: ,,Af hverju gerðist þetta ekki í landsleikjaglugga?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 28. nóvember 2021 16:54

Eiður Smári Guðjohnsen / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Ég held að taflan sýni okkur nóg. Einn sigur í síðustu sjö, það er bara ekki Manchester United sæmandi,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen um brottrekstur Ole Gunnar Solskjær frá Manchester United á dögunum.

Man Utd hafði aðeins unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum sínum undir stjórn Solskjær. Ralf Rangnick er að taka við sem bráðabirgðastjóri hjá félaginu út tímabilið.

Eiður Smári var í setti Símans Sport fyrir leik Chelsea og Man Utd sem nú stendur yfir. Hann spyr sig af hverju Solskjær var ekki látinn fara í landsleikjaglugganum á dögunum.

,,Eins ljúfur og góður og hann er og maður vill honum ofsalega vel, eftir á að hyggja var maður farinn að spyrja sig: af hverju gerðist þetta ekki í landsleikjaglugga? Af hverju nýtti Manchester United sér ekki tímann í það: Okei, þetta þarf bara að gerast, þetta er óhjákvæmilegt, notum þann tíma,“ sagði Eiður.

,,En við erum kannski búnir að finna manninn til að taka við tímabundið, framtíðin kemur í ljós,“ sagði hann að lokum og vísaði í yfirvofandi ráðningu Rangnick.

Staðan í leik Chelsea og Man Utd er markalaus þegar rúmar 20 mínútur eru liðnar af leiknum. Michael Carrick er stjóri Man Utd í leiknum en búast má við að Rangnick taki við fyrir næsta leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Spáir ekki í uppþoti Salah á dögunum

Spáir ekki í uppþoti Salah á dögunum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Högg í maga Ronaldo og félaga

Högg í maga Ronaldo og félaga
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rooney segir leikmann Arsenal eiga að verða næsta fyrirliða enska landsliðsins

Rooney segir leikmann Arsenal eiga að verða næsta fyrirliða enska landsliðsins
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Viðræður ganga vel en United gæti sagt nei vegna þessa

Viðræður ganga vel en United gæti sagt nei vegna þessa
433Sport
Í gær

Staðfesta ráðningu á Túfa í Svíþjóð

Staðfesta ráðningu á Túfa í Svíþjóð
433Sport
Í gær

Amorim enn og aftur spurður út í ósátta manninn

Amorim enn og aftur spurður út í ósátta manninn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Opinberar hvað Salah sagði í klefanum eftir viðtalið umdeilda – „Það sýnir hvers konar maður hann er“

Opinberar hvað Salah sagði í klefanum eftir viðtalið umdeilda – „Það sýnir hvers konar maður hann er“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guardiola hafði ekki þolinmæði í spurningu fréttamanns

Guardiola hafði ekki þolinmæði í spurningu fréttamanns