fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
433Sport

Bundesliga: Haaland ekki lengi að skora í endurkomunni – Hoffenheim vann í níu marka leik

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 27. nóvember 2021 16:28

Erling Haaland / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm leikjum er nýlokið í þýsku Bundesligunni. Nóg af mörkum litu dagsins ljós.

Dortmund vann Wolfsburg 1-3. Wout Weghorst kom Wolfsburg yfir snemma leiks. Emre Can jafnaði með marki úr vítaspyrnu á 35. mínútu. Í seinni hálfleik skoruðu svo Donyell Malen og Erling Braut Haaland. Norðmaðurinn kom stuttu áður inn á sem varamaður. Hann hefur verið meiddur undanfarið.

Dortmund er á toppi deildarinnar með 30 stig, 2 stigum á undan Bayern sem á þó leik til góða gegn Arminia Bielefeld síðar í dag.

Augsburg gerði 1-1 jafntefli við Hertha Berlin. Alfreð Finnbogason var ekki með Augsburg í leiknum vegna meiðsla. Marco Richter skoraði mark Hertha en Michael Gregoritsch jafnaði fyrir Augsburg seint í uppbótartíma.

Augsburg er í sextánda sæti deildarinnar með 12 stig.

Í hinum leikjum dagsins vann Hoffenheim magnaðan 3-6 útisigur á Greuther Furth, Bochum vann Freiburg 2-1 og Köln vann Borussia Monchengladbach 4-1.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þrátt fyrir tap gegn Manchester United í gær segist stjóri Brentford liðið hafa unnið – ,,Við gengum frá þeim“

Þrátt fyrir tap gegn Manchester United í gær segist stjóri Brentford liðið hafa unnið – ,,Við gengum frá þeim“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Ósáttum Ronaldo var skipt af velli á 71. mínútu við litla hrifningu hans

Sjáðu myndbandið: Ósáttum Ronaldo var skipt af velli á 71. mínútu við litla hrifningu hans
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Enski boltinn: Tottenham sigraði Leicester á dramatískan hátt – Ótrúlegar lokamínútur

Enski boltinn: Tottenham sigraði Leicester á dramatískan hátt – Ótrúlegar lokamínútur
433Sport
Í gær

Messi bræðurnir sem fóru allir mismunandi leið í lífinu – Einn þeirra hefur ítrekað komist í kast við lögin

Messi bræðurnir sem fóru allir mismunandi leið í lífinu – Einn þeirra hefur ítrekað komist í kast við lögin
433Sport
Í gær

Settir í átta ára bann eftir að hafa sungið níðsöngva um Hillsborough slysi

Settir í átta ára bann eftir að hafa sungið níðsöngva um Hillsborough slysi