fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Bogi skaut föstum skotum á Breiðablik – ,,Can we play you every week?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 27. nóvember 2021 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bogi Ágústsson, fréttamaður RÚV, var gestur í þættinum Chess After Dark í vikunni. Þar barst talið meðal annars að KR og Breiðabliki. Bogi er auðvitað mikill stuðningsmaður fyrrnefnda félagsins.

Annar þáttastjórnandi vildi meina að KR væri á rangri leið og kallaði liðið Knattspyrnufélagið Grund, eins og gjarnan er gert þegar skotið er á KR sökum meðalaldurs hópsins hjá karlaliðinu. Hann vísaði þá einnig í stórt tap KR gegn Blikum í Bose-bikarnum um síðustu helgi. Bogi gaf þó lítið fyrir þetta.

,,Upphafsleikurinn í Íslandsmótinu síðasta ár, sem KR spilaði. Hann fór fram hvar? Hann var í Kópavoginum er það ekki? Og hvernig fór hann? Knattspyrnufélagið Grund var mætt,“ sagði Bogi og vísaði í 0-2 sigur KR gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli í Pepsi Max-deild karla síðasta sumar.

Hann hélt áfram. ,,Í einhverju móti um miðjan vetur, ef Blikar geta ekki montað sig af öðru þá er það bara flott, þá bara gera þeir það. En eftir þennan leik (síðasta sumar) hefðu menn getað sungið eins og menn syngja stundum á völlunum í Bretlandi ,,Can we play you every week?“

Bogi hélt áfram að ræða Breiðablik og sagði að félagið ætti að gera mun betur en raun ber vitni.

,,Breiðablik í sjálfu sér ætti að vera miklu stærra lið. Breiðablik hefur einu sinu sinni orðið Íslandsmeistari og KR 27 sinnum. Breiðablik er stærsta félagið í næststærsta bæjarfélagi landsins. Það búa í kringum 40 þúsund manns í Kópavogi. Þeir hafa á bakvið sig að minnsta kosti 25-30 þúsund manns, KR hefur það ekkert lengur.“

Fréttamaðurinn vinsæli benti einnig á að Valur hefði átt að standa sig mun betur í Pepsi Max-deild karla síðasta sumar vegna fjárhagslegs styrks félagsins.

,,Valur og Breiðablik hefðu átt að vera númer eitt og tvö í sumar en voru það ekki. Af hverju ekki? 

Hér fyrir neðan má sjá eða hlusta á þátt Chess After Dark í heild sinni. Um er að ræða léttan og skemmtilegan þátt þar sem gestir mæta, spila skák og spjalla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Glódís Perla í byrjunarliði Íslands – Steini gerir tvær breytingar

Glódís Perla í byrjunarliði Íslands – Steini gerir tvær breytingar
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Móðir stórstjörnunnar kom henni til varnar – Mætir Íslandi í kvöld

Móðir stórstjörnunnar kom henni til varnar – Mætir Íslandi í kvöld