fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
433Sport

Leynd liggur yfir því hvernig uppgjöri við Eið Smára er háttað

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. nóvember 2021 08:33

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnusamband Íslands segir það trúnaðarmál hvernig starfslokum við Eið Smára Guðjohnsen er háttað. KSÍ mun 1 desember nýta sér uppsagnarákvæði í samningi Eiðs Smára. Frá þessu er sagt í Fréttablaðinu.

KSÍ greindi frá því á þriðjudag að Eiður Smári myndi láta af störfum og er talað um að ástæðan sé af persónulegum ástæðum hans.

Fram kom í yfirlýsingu KSÍ í gær sem Vanda Sigurgeirsdóttir skrifaði undir að málið hefði átt sér langan aðdraganda. Fleiri svör fást ekki frá formanni KSÍ sem neitar að ræða einkalíf þessa besta knattspyrnumanns í sögu Íslands.

„Það er fjallað um skilmála vegna starfsloka í ráðningarsamningi KSÍ við Eið Smára og eftir þeim er unnið, án þess að við séum að fara nánar út í hvernig þeir skilmálar eru, enda slíkur samningur trúnaðarmál,“ segir í skriflegu svari frá KSÍ við fyrirspurn Fréttablaðsins.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari landsliðsins, er með sama ákvæði í samningi sínum en uppsagnarákvæðið er í gildi frá 1. til 15. desem­ber. Vanda hefur hins vegar staðfest að Arnar verði áfram þjálfari liðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þrátt fyrir tap gegn Manchester United í gær segist stjóri Brentford liðið hafa unnið – ,,Við gengum frá þeim“

Þrátt fyrir tap gegn Manchester United í gær segist stjóri Brentford liðið hafa unnið – ,,Við gengum frá þeim“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Ósáttum Ronaldo var skipt af velli á 71. mínútu við litla hrifningu hans

Sjáðu myndbandið: Ósáttum Ronaldo var skipt af velli á 71. mínútu við litla hrifningu hans
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Enski boltinn: Tottenham sigraði Leicester á dramatískan hátt – Ótrúlegar lokamínútur

Enski boltinn: Tottenham sigraði Leicester á dramatískan hátt – Ótrúlegar lokamínútur
433Sport
Í gær

Messi bræðurnir sem fóru allir mismunandi leið í lífinu – Einn þeirra hefur ítrekað komist í kast við lögin

Messi bræðurnir sem fóru allir mismunandi leið í lífinu – Einn þeirra hefur ítrekað komist í kast við lögin
433Sport
Í gær

Settir í átta ára bann eftir að hafa sungið níðsöngva um Hillsborough slysi

Settir í átta ára bann eftir að hafa sungið níðsöngva um Hillsborough slysi