fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Arnar laus úr einagrun eftir COVID-19 smit – „Ég var lokaður inn í bílskúr“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. nóvember 2021 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Grétarsson, þjálfari efstu deildar liðs KA, er gestur í þættinum 433.is sem sýndur verður á sjónvarpsstöðinni Hringbraut klukkan 20:00 í kvöld. Þar talar Arnar um starf sitt hjá KA en einnig reynslu sína af því að smitast af Covid-19 veirunni.

Arnar er laus úr einangrun en hann krækti í veiruna á erlendri grundu. „Við vorum erlendis í Tyrklandi í tíu daga og fórum aðeins til Grikklands. Á þriðja degi þar fann ég fyrir smá hita, það var á daginn áður en við fljúgum heim. Við tók langt ferðalag heim en ég fann ekki mikið fyrir veikindum en svo daginn eftir heimkomu greinist ég með Covid og allan tímann á meðan að ég var í einangrun fann ég nánast ekki neitt,“ sagði Arnar um pestina.

Arnar slapp vel frá veikindum en leiddist í einangrun á eigin heimili. ,,Ég sem betur fer fékk ekki að kynnast miklum einkennum af Covid-19 en ég fékk að kynnast einangrun og ég mæli ekki með henni,“ segir ARnar.

„Ég var lokaður inn í bílskúr hjá okkur í tíu daga og það er hægara sagt en gert. Ég er feginn að það sé búið og þá nýtur maður enn þá meira frelsisins. Maður getur rétt ímyndað sér hvernig þetta er fyrir þá sem eru lokaðir inn í litlum klefa allt sitt líf eða mörg ár, það getur ekki verið auðvelt,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA í þættinum 433.is sem verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í kvöld klukkan 20:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bróðir Kobbie Mainoo vakti athygli á Old Trafford í gær – Klæðnaður hans var fast skot á Amorim

Bróðir Kobbie Mainoo vakti athygli á Old Trafford í gær – Klæðnaður hans var fast skot á Amorim
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stuðningsmenn United brjálaðir út í dómgsæluna – Hálstak og hendur

Stuðningsmenn United brjálaðir út í dómgsæluna – Hálstak og hendur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tanja uppljóstraði um draum sinn í viðtali við Þórhall – „Ég hef ekki látið vita af mér“

Tanja uppljóstraði um draum sinn í viðtali við Þórhall – „Ég hef ekki látið vita af mér“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ummæli Guardiola vekja athygli – Gagnrýndi leikmann sinn harkalega eftir gærdaginn

Ummæli Guardiola vekja athygli – Gagnrýndi leikmann sinn harkalega eftir gærdaginn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta er sögð vera upphæðin sem Davíð Þór reif fram til að fá Kára úr Laugardalnum

Þetta er sögð vera upphæðin sem Davíð Þór reif fram til að fá Kára úr Laugardalnum
433Sport
Í gær

Skammast sín eftir helgina

Skammast sín eftir helgina
433Sport
Í gær

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins