fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Arnar laus úr einagrun eftir COVID-19 smit – „Ég var lokaður inn í bílskúr“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. nóvember 2021 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Grétarsson, þjálfari efstu deildar liðs KA, er gestur í þættinum 433.is sem sýndur verður á sjónvarpsstöðinni Hringbraut klukkan 20:00 í kvöld. Þar talar Arnar um starf sitt hjá KA en einnig reynslu sína af því að smitast af Covid-19 veirunni.

Arnar er laus úr einangrun en hann krækti í veiruna á erlendri grundu. „Við vorum erlendis í Tyrklandi í tíu daga og fórum aðeins til Grikklands. Á þriðja degi þar fann ég fyrir smá hita, það var á daginn áður en við fljúgum heim. Við tók langt ferðalag heim en ég fann ekki mikið fyrir veikindum en svo daginn eftir heimkomu greinist ég með Covid og allan tímann á meðan að ég var í einangrun fann ég nánast ekki neitt,“ sagði Arnar um pestina.

Arnar slapp vel frá veikindum en leiddist í einangrun á eigin heimili. ,,Ég sem betur fer fékk ekki að kynnast miklum einkennum af Covid-19 en ég fékk að kynnast einangrun og ég mæli ekki með henni,“ segir ARnar.

„Ég var lokaður inn í bílskúr hjá okkur í tíu daga og það er hægara sagt en gert. Ég er feginn að það sé búið og þá nýtur maður enn þá meira frelsisins. Maður getur rétt ímyndað sér hvernig þetta er fyrir þá sem eru lokaðir inn í litlum klefa allt sitt líf eða mörg ár, það getur ekki verið auðvelt,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA í þættinum 433.is sem verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í kvöld klukkan 20:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ótrúleg uppljóstrun í ævisögu stórstjörnunnar – Sögðu honum að hætta að skora til að spara pening

Ótrúleg uppljóstrun í ævisögu stórstjörnunnar – Sögðu honum að hætta að skora til að spara pening
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United á eftir ungum leikmanni sem hefur slegið í gegn undanfarið

United á eftir ungum leikmanni sem hefur slegið í gegn undanfarið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Lögðu út í tug milljóna kostnað en vænta þess að Reykjavíkurborg endurgreiði þeim

Lögðu út í tug milljóna kostnað en vænta þess að Reykjavíkurborg endurgreiði þeim
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Flytja skrifstofur sínar í höfuðstöðvar KSÍ

Flytja skrifstofur sínar í höfuðstöðvar KSÍ
433Sport
Í gær

Fögnuðu eins og brjálæðingar í beinni eftir að hafa tekið metið af okkur Íslendingum – Sjáðu atvikið

Fögnuðu eins og brjálæðingar í beinni eftir að hafa tekið metið af okkur Íslendingum – Sjáðu atvikið
433Sport
Í gær

Ótrúleg endurkoma Breiðabliks í Danmörku – Mæta Hacken í næstu umferð

Ótrúleg endurkoma Breiðabliks í Danmörku – Mæta Hacken í næstu umferð