fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Guðmann Þórisson genginn til liðs við Kórdrengi – Framlengja við níu leikmenn

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 14. nóvember 2021 18:05

© 365 ehf / Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmann Þórisson er genginn í raðir Kórdrengja eftir tvö ár hjá FH. Félagið staðfestir þetta.

Hinn 34 ára gamli Guðmann hafði áður verið hjá FH frá 2012 til 2016. Þá vann hann tvo Íslandsmeistaratitla. Frá 2016 til 2019 var hann á mála hjá KA.

,,Guðmann er öllum knattspyrnuáhugamönnum vel kunnugur enda hefur hann spilað 290 leiki í efstu og næst efstu deild og tugi leikja í Noregi og Svíþjóð, þar að auki einn landsleik. Guðmann kemur til Kórdrengja frá FH þar sem hann hefur tvívegis orðið íslandsmeistari. Guðmann hafði úr nokkrum tilboðum að velja, bæði úr efstu og næst efstu deild en urðu Kórdrengir fyrir valinu,“ segir í fréttaskýringu Kórdrengja.

,,Mér leyst langbest á að koma hingað og fá að taka þátt í þessu ævintýri sem hér hefur verið í gangi, metnaðurinn heillaði mig mikið,“ sagði Guðmann við heimasíðu félagsins.

Þá framlengdu Kórdrengir samningum þeirra Arnleifs Hjörleifssonar, Fatai Adebowale, Gunnlaugs Fannars Guðmundssonar, Hákons Inga Einarssonar, Leonards Sigurðssonar, Loic Ondo, Magnúsar Andra Ólafssonar, Nathan Dale og Þóris Rafns Þórissonar.

Fréttaskýringu félagsins má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Endurkoma Jude Bellingham í kvöld

Endurkoma Jude Bellingham í kvöld
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Gavi ósáttur með Yamal og skipaði honum að setjast hjá sér

Sjáðu myndbandið – Gavi ósáttur með Yamal og skipaði honum að setjast hjá sér
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Jóhann Ingi fær tækifæri í Meistaradeild unglinga

Jóhann Ingi fær tækifæri í Meistaradeild unglinga
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

ÍA upp af botninum fyrir skiptingu – Afturelding fór niður í neðsta sætið

ÍA upp af botninum fyrir skiptingu – Afturelding fór niður í neðsta sætið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Í gær

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina
433Sport
Í gær

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar