fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Birkir Bjarna ekki hættur – ,,Ég er ungur ennþá“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 14. nóvember 2021 20:03

Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Það er synd að tapa þessum leik. Ég er ótrúlega stoltur af þessum árangri. Þetta er ótrúlega stórt fyrir mig og mína fjölskyldu,“ sagði Birkir Bjarnason við RÚV eftir að hafa bætt landsleikjametið yfir flesta A-landsleiki í kvöld. Ísland mætti þá Norður-Makedóníu og tapaði 3-1.

Birkir var að leika sinn 105. A-landsleik og tók fram úr Rúnari Kristinssyni.

Undanriðli Íslands er nú lokið og hafnar liðið í fimmta sæti. Norður-Makedónar eru á leið í umspil um sæti í lokakeppni HM 2022 í Katar.

Ezgjan Alioski kom heimamönnum yfir á 7. mínútu í kvöld. Jón Dagur Þorsteinsson jafnaði fyrir Ísland á 55. mínútu. Tíu mínútum síðar komst N-Makedónía aftur yfir með marki frá Eljif Elmas.

Ísak Bergmann Jóhannesson var rekinn af velli með sitt annað gula spjald á 79. mínútu. Heimamenn gengu á lagið og innsiglaði Elmas 3-1 sigur á 87. mínútu.

,,Það var margt sem við getum bætt í fyrri hálfleik. Við vorum kannski ekki ánægðir með það en við vorum þéttir og reyndum að vinna í því. Mér fannst við koma út í seinni hálfleik og gera mun betur og spilum hörku seinni hálfleik,“ sagði Birkir. Hann sagði jafnramt að Norður-Makedónía væri ekki betra lið en Ísland.

,,Nei, þetta er lið sem er búið að spila ótrúlega lengi saman Við erum með rosalega mikið af nýjum leikmönnum. Við setjum þetta í reynslubankann og höldum áfram að þróa okkar leik“

Loks staðfesti Birkir að hann myndi halda áfram að leika með landsliðinu.

,,Ég er ekki að fara að hætta, ég er ungur ennþá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Í gær

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Í gær

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“
433Sport
Í gær

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík