fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Eyjólfur virkilega sár yfir meðferðinni sem hann fékk í Garðabæ – „Ég hef haldið aftur af mér“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. nóvember 2021 08:34

Eyjólfur Héðinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjólfur Héðinsson hefur yfirgefið Stjörnuna í meistaraflokki karla í knattspyrnu. Hann er verulega ósáttur með að hafa verið gerður að blóraböggli liðsins þegar illa gekk í sumar.

Eyjólfur var í sex ár hjá félaginu en í sumar mátt hann þola mikla gagnrýni. Eyjólfur er 36 ára gamall en hann kom til Stjörnunnar árið 2016.

„Þessi umræða fer ekki framhjá manni og þetta var virkilega sárt. Mér fannst ég alls ekki eiga þetta skilið,“ sagði Eyjólfur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

Eyjólfur var í mjög stóru hlutverki á tímabilinu en fyrir tímabilið fundaði hann með þáverandi þjálfara, Rúnari Páli Sigmundssyni um stöðuna. Planið var að Eyjólfur yrði aðeins til taks fyrir unga leikmenn.

„Planið þegar ég hitti Rúnar fyrir tímabilið var að ég myndi ekkert spila mikið, ég ætlaði að vera til taks og hjálpa þessum ungum strákum. Svo endaði þetta á að ég spilaði alla leiki, það sló mig enginn út og þá heldur maður bara áfram. Mér var hent í miðvörðinn og það gekk ágætlega. Ég var alls ekki slakasti leikmaður liðsins, langt frá því.“

Mynd/Valli

Hjörvar Hafliðason stjórnandi Dr. Football benti á það að stundum væri auðvelt að hjóla í aðkomumennina frekar en heimamenn.

„Það er umræða sem fer í taugarnar á mér, þegar það er verið að tala um Stjörnumenn og aðkomumenn. Ég er búinn að vera þarna í sex ár, þjálfa hjá félaginu og hjálpa til í grunnskólanum þarna. Þó ég hafi ekki farið í Garðarskóla, Flataskóla, FG og farið í yngra flokka Stjörnunnar. Þá var ég hörku Stjörnumaður, jafnvel meiri Stjörnumaður en þeir sem voru uppaldir. Gaf miklu meira af mér til félagsins, það fór í taugarnar á mér. Ég var blóraböggullinn og varð að taka því.“

„Ég hef haldið aftur af mér, það er margt sem mig langar að segja um þetta tímabil hjá Stjörnunni. Það þjónar engum tilgangi, ég hitti stjórn og þjálfarateymið eftir tímabilið og lét alveg heyra í mér. Það eru mörg atriði sem ég er mjög óánægður með hjá Stjörnunni, ég lét vita af því. Það þarf að taka vel til þarna núna og ég vona innilega að það verði gert. Það er leiðinlegt að sjá hvernig þetta þróaðist, þetta tímabil var algjört þrot.“

Rúnar Páll sagði upp hjá Stjörnunni eftir fyrsta leik tímabilsins en við tók Þorvaldur Örlygsson.

„Þetta er mjög sérstakt að þjálfarinn hætti eftir einn leik, við vissum ekki hvað var að baki. Okkur grunaði ýmislegt en vorum í óvissu. Við vorum mjög mikið í myrkvinu þarna og erfitt að rífa sig í gang eftir þetta. Við redduðum þessu tímabili fyrir horn, það hefur ýmislegt gengið á í þessum herbergjum sem þarf að deala við núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Slot tjáir sig um Isak
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning
433Sport
Í gær

Slot hefur ekki áhyggjur af Salah en segir – „Það er mjög erfitt fyrir mig að segja nákvæmlega“

Slot hefur ekki áhyggjur af Salah en segir – „Það er mjög erfitt fyrir mig að segja nákvæmlega“
433Sport
Í gær

Benitez verður stjóri Sverris í Grikklandi – Verður launahæstur í sögu gríska boltans

Benitez verður stjóri Sverris í Grikklandi – Verður launahæstur í sögu gríska boltans