Mohammad bin Salman, krónprins, Saudí Arabíu er loks að ganga frá kaupum á Newcastle eftir 18 mánaða ferli. Hann getur nú keypt félagið eftir að hafa leyst deilur við Bein Sports í Katar.
Salman hefur mikinn áhuga á fótbolta og er sagður vilja keppa við Manchester City, það á sér dýpri rætur. Sheikh Mansour er frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum en löndin eru nálægt hvor öðrum.
Fjölskylda Salman er talsvert ríkari en fjölskylda Mansour en sjálfur er Mansour talsvert efnaðari.
Ljóst er að þetta verður gríðarlegt lyftistöng fyrir Newcastle en félagið mun án nokkurs vafa fara af krafti í að styrkja hóp sinn.
Bin Salman á dýrasta húsi í heimi, hann keypti sér höll í París árið 2015 á 230 milljónir punda. Um er að ræða dýrasta hús í heimi. 41 milljarður fyrir þetta ágæta hús.
Húsið er risastórt og þar má finna allan þann lúxus sem fólk vill, tvær sundlaugar, skemmtistaður og ansi stór garður eins og sjá má hér að neðan.
Þá er slökunarherbergi sem er undir vatni, þar er Bin Salman sagður eyða löngum stundum.