fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Ferguson náðist á myndbandi að gagnrýna Solskjær

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 5. október 2021 09:34

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United og Everton mættust í fyrsta leik 7. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Leikið var á Old Trafford. Það var nokkuð jafnt með liðunum í fyrri hálfleik en Anthony Martial kom heimamönnum yfir á 43. mínútu eftir gott samspil United manna.

Andros Townsend jafnaði metin í seinni hálfleik eftir frábæra skyndisókn Everton sem hófst á því að Demarai Gray vann boltann af Fred. Gray gaf boltann á Doucoure sem gaf á Townsend sem skoraði örugglega framhjá David De Gea í markinu. Yerry Mina hélt hann hefði komið Everton í 2-1 á 85. mínútu en mark hans var dæmt af vegna rangstöðu.

Cristiano Ronaldo, Jadon Sancho og Paul Pogba komu allir inn á sem varamenn í seinni hálfleik en tókst ekki að tryggja United mönnum stigin þrjú og lokatölur 1-1.

Sir Alex Ferguson og Khabib Nurmagomedov einn vinsælasti UFC kappi í heimi voru að ræða saman á Old Trafford eftir leik. „Þú átt alltaf að byrja með þína bestu leikmenn,“ sagði Ferguson og gagnrýndi þar Ole Gunnar Solskjær fyrir að byrja ekki með Ronaldo.

Samtal þeirra náðist á myndband eins og sjá má hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð