fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Elísa Viðars: Vinstri fóturinn var dreginn fram í dag

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 26. október 2021 21:45

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland vann öruggan 5-0 sigur á slöku liði Kýpur í undankeppni HM í kvöld. Elísa Viðarsdóttir, spilaði sem vinstri bakvörður í leiknum og átti þrjár stoðsendingar. Þetta hafði hún að segja í viðtali við RÚV að leik loknum.

„Ég held að ég hafi bara skilað mínu verki í dag nokkuð vel, það skiptir ekkert öllu máli hvot maður er hægra eða vinstra megin. Vinstri fóturinn var dreginn fram í dag og það gekk ágætlega,“ sagði Elísa við RÚV eftir leik.

„Við hefðum alveg getað nýtt sumar stöður betur í dag á síðasta þriðjungi en við skoruðum fimm og héldum markinu okkar hreinu svo við þurfum að ganga sáttar frá borði.“

„Þetta var frábært verkefni, hópurinn þétti sig vel og þetta gefur góða raun út í næstu leiki.“

Elísa var mikilvægur hluti í uppspili liðsins í dag og átti þrjár stoðsendingar í leiknum.

„Ég er bara mjög sátt við mitt dagsverk en ég er líka með frábæra hausa þarna inni í teig sem eru gammar og pikka upp þessa bolta sem eru að detta.“

Að lokum var Elísa spurð að því hvort hún gæti hugsað sér að spila oftar sem vinstri bakvörður í framtíðinni?

„Ég veit það ekki, við verðum bara að sjá hvernig þjálfarinn velur liðið en ég er alltaf klár,“ sagði Elísa að lokum við RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld