fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
433Sport

Það var svona sem stuðningsmenn Liverpool stráðu salti í sár Solskjær

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. október 2021 12:00

Fyrir utan völlinn í gær. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Liverpool eru í sjöunda himni í dag eftir að hafa pakkað Manchester Untied saman á Old Trafford í gær. Stærstan hluta leiksins mátti aðeins heyra í stuðningsmönnum Liverpool á vellinum.

Liverpool byrjaði af krafti en Naby Keita kom þeim yfir eftir fimm mínútur og Diogo Jota tvöfaldaði forystuna tæpum tíu mínútum síðar. Leikurinn róaðist aðeins eftir það þar til Mo Salah skoraði þriðja markið á 38. mínútu. Salah gerði svo út um leikinn í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar hann skoraði fjórða mark Liverpool. Staðan var því 4-0 fyrir gestunum í hálfleik, hreint ótrúlegar tölur og stuðningsmenn púuðu á sitt lið er það gekk til búningsklefa.

Salah fullkomnaði þrennuna í byrjun seinni hálfleiks og leikmenn Manchester United virtust hreinlega vera búnir að gefast upp. Stuttu síðar kom Ronaldo knettinum í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Á 60. mínútu fékk Pogba að líta beint rautt spjald eftir tæklingu á Naby Keita og leikmenn United því orðnir tíu og verkefnið erfitt. 5-0 sigur staðreynd.

Til að strá salti í sár stuðningsmanna United og Ole Gunnar Solskjær sungu stuðningsmenn Liverpool um norska stjórann. Hljómaði lagið ítrekað á meðan leiknum stóð. „Ole er við stýrið,“ sungu þeir og skemmtu sér konunglega á Old Trafford.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Jimenez hetja Fulham

England: Jimenez hetja Fulham
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Isak er búinn í aðgerð

Isak er búinn í aðgerð
433Sport
Í gær

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM
433Sport
Í gær

58 ára á leið í nýtt lið

58 ára á leið í nýtt lið