fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Búast má við stórsigri Íslands gegn slöku liði Kýpur á morgun

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. október 2021 17:00

©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland mætir Kýpur á morgun í þriðja leik sínum í undankeppni HM 2023. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst hann kl. 18:45.

Ísland vann Tékkland 4-0 á föstudag á meðan Kýpur tapaði á sama tíma 0-8 gegn Hollandi. Kýpur er án stiga á botni riðilsins en Ísland er í þriðja sæti með 3 stig, en geta farið yfir Tékkland með sigri.

„Það eru allir leikmenn liðsins heilir og til í slaginn annað kvöld. Við munum gera nokkrar breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Það er jákvætt að það sé komin mikil samkeppni um sæti í byrjunarliðinu og ég fagna því að þurfa að svara fyrir liðsval mitt fyrir leiki,“ sagði Þorsteinn Hreiðar Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins á fréttamannafundi í dag.

„Ég finn fyrir því að sigurinn gegn Tékklandi í síðustu umferð gaf leikmönnum liðsins mikið sjálfstraust og ég hef ekki áhyggjur af spennufalli eða værukærð hjá liðinu í leiknum gegn Kýpur. Þrátt fyrir að kýpverska liðið hafi fengið skelli í fyrstu leikjum undankeppninnar þá er þetta duglegt lið sem erfitt er að brjóta á bak aftur,“ segir Þorsteinn enn fremur.

Kýpur hefur fengið á sig 20 mörk í þremur leikjum og aðeins skorað eitt mark, búast má við stórsigri Íslands.

„Við verðum að sýna andstæðingum okkar virðingu og fara af fullum krafti inn í verkefnið. Við viljum halda áfram að þróa leik lðisins í þá átt að þora að halda boltanum, sækja í ákveðin svæði og spila boltanum á milli línanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld