fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Þorsteinn eftir frábæran sigur Íslands: ,,Þetta var ekki 4-0 leikur, verum bara sanngjörn“

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 22. október 2021 20:58

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands. Mynd - Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Ég er bara sáttur, glaður með að hafa unnið. Þetta var hörkuleikur. Ef ég á að segja alveg eins og er þá var þetta ekki 4-0 leikur, verum bara sanngjörn,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands við RÚV eftir 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 í kvöld.

Leikurinn var jafnari en úrslitin gefa til kynna en Ísland nýtti færin vel.

,,Við nýttum færin okkar öll í seinni hálfleik. Þessi þrjú mörk sem við skoruðum voru í raun öll færin sem við fengum,“ sagði Þorsteinn.

Hann hrósaði svo tékkneska liðinu.

,,Þær eru góðar í fótbolta, kunna alveg að spila, vilja halda boltanum. Þú þarft að vera svolítið einbeittur þegar þú spilar á móti þeim. Þær eru mikið í stuttu spili og þú ert mikið að elta. Þær eru mikið með boltann. Þær hefðu alveg getað skorað á okkur. Ef maður er bara sanngjarn með það, þetta var hörkuleikur en sem betur fer unnum við.“

Ísland mætir Kýpur í næsta leik á þriðjudag.

,,Við njótum þess í kvöld að hafa unnið. Klárum þennan leik á morgun, fara yfir hann. Í framhaldi af því byrjum við að undirbúa okkur fyrir Kýpur. Þar snýst þetta um hvernig við ætlum að gera hlutina. Það snýst um hvernig hugarfar við mætum með inn í þann leik. Ég þarf svolítið að fara öðruvísi í það að nálgast þær en það verður bara krefjandi og skemmtilegt verkefni,“ sagði Þorsteinn.

Ísland er nú með 3 stig eftir. Þorsteinn vakti athygli á því að liðið væri með málin í sínum höndum.

,,Staðreyndin er sú að við erum ennþá í bílstjórasætinu og getum treyst á sjálf okkur. Ef við vinnum rest förum við beint á HM.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði