fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Lýsir óhugnanlegu atviki í gær – Snörp viðbrögð björguðu mannslífi

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 18. október 2021 12:44

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhugnanlegt atvik átti sér stað í gær í leik Newcastle United og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni þegar að stuðningsmaður hneig niður. Snörp viðbrögð leikmanna beggja liða og sjúkrateymis Newcastle björguðu mannslífi.

Eric Dier, leikmaður Tottenham, hrósaði sjúkraliði Newcastle United eftir leik liðanna í gær en Dier tók eftir því að ekki var allt með felldu í stúkunnu, hljóp til sjúkrateymis Newcastle og lét þá vita af því að stuðingsmaður þyrfti læknisaðstoð.

,,Þegar að ég labbaði að hornfánanum á vellinum tókum við eftir því að eitthvað var að eiga sér stað í stúkuni. Stuðningsmenn gerðu okkur ljóst að eitthvað væri á seiði,“ sagði Eric Dier, varnarmaður Tottenham, eftir leikinn í gær.

Paul Catterson, læknir í teymi Newcastle, hljóp þvert yfir völlinn með hjartastuðtæki og náði, ásamt lækni sem var staddur í stúkunni að horfa á leikinn, að koma viðkomandi stuðningsmanni í stöðugt ástand.

„Viðbrögðin voru fullkomin hjá öllum hlutaðeigandi. Læknateymið á allt hrós skilið, maður vill aldrei upplifa svona atvik en knattspyrnuleikvangur er einn öruggasti staðurinn fyrir einhvað svona til að gerast. Viðbragðið er svo snöggt og það eru læknar víðs vegar á vellinum,“ sagði Dier í viðtali eftir leikinn í gær.

Leikurinn var stöðvaður í 20 mín og stuðningsmaðurinn var síðan fluttur á sjúkrahús í stöðugu ástandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld