fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Skipuðu honum að fara í skottið á bíl og smygluðu honum inn á æfingasvæðið -,,Vildu ekki að fjölmiðlar myndu komast að þessu“

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 15. október 2021 11:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framherjinn Demba Ba, sem gerði á sínum tíma garðinn frægann í ensku úrvalsdeildinni með liðum á borð við Newcastle United, Chelsea og West Ham, var í ítarlegu viðtali hjá The Athletic á dögunum.

Þar greindi leikmaðurinn frá skemmtilegri sögu sem tendgist félagsskiptum hans frá þýska liðinu Hoffenheim til West Ham.

Það stóð til að Demba Ba myndi semja við Stoke City en hann féll á læknisskoðun þar og forráðamenn West Ham ákváðu þá að reyna fá framherjann stæðilega til Lundúna.  Þeir vildu hins vegar ekki láta fréttast að leikmaðurinn væri á leið á æfingasvæði félagsins.

,,Þeir vildu ekki að fjölmiðlar myndu komast að þessu,“ segir Demba Ba í viðtali við The Athletic. Forráðamenn félagsins skipuðu honum að fá vin sinn til að smygla honum inn á æfingasvæðið og framhjá blaðamönnum sem þar voru staddir.

Demba Ba kom sér fyrir í skottinu á bifreið vinar síns. „Þetta var ekki stærsta skott sem ég hef séð, ég var sífellt að reka höfuðið í,“ sagði Demba Ba. Þessi leyniför heppnaðist og Demba Ba skrifaði undir samning hjá West Ham. Hann spilaði 13 leiki fyrir félagið og skoraði 7 mörk.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld