fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
433Sport

Jóhannes Karl svarar fyrir umdeilda Tenerife ferð sína

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. október 2021 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnusérfræðingar hafa nokkrir gagnrýnt Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfara ÍA fyrir að hafa skellt sér stutt frí til Tenerife. Ástæðan fyrir gagnrýninni er bikarúrslitaleikur ÍA gegn Víkingi á laugardag.

Rætt var um málið í hlaðvarpsþáttum landsins og voru margir hissa á ferð Jóa Kalla. „Ég get lofað þér því að Víkingar eru að æfa og Skagamenn eru að æfa líka en bara undir aðstoðarþjálfara og með fjóra menn í 21 árs liðs verkefni. Þetta er ákvörðun sem formaðurinn stendur og fellur með. Mér finnst þetta skrítið og hefði bara viljað frestað ferðinni,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson meðal annars um málið.

Jóhannes var til svars á fréttamannafundi fyrir bikarúrslitaleikinn í dag og sagði. „Ég átti fína daga í sólinni og náði að hlaða. Ég get ekki stýrt umræðunni hvernig hún fer fram, það voru tvær vikur á milli leikja,“ sagði Jóhannes Karl við 433.is.

Ferð Jóhannesar var í styttri kantinum og hafði að hans sögn enginn áhrif á liðið. „Ég fór frá þriðjudegi til laugardags. Þetta hafði ekki nein áhrif á faglega þjálfun liðsins, ég fékk fullan skilning fyrir því hjá öllum í félaginu.“

Skagamenn hafa lítið kippt sér upp við málið sem rakið hefur verið í fjölmiðlum. „Þetta var mikið stærra mál í umfjöllun heldur en það var hjá okkur. Það er bara þannig, menn verða að hafa eitthvað til að tala um,“ sagði Jóhannes léttur.

Leikur ÍA og Víkings fer fram klukkan 15:00 á laugardag en búist er við um 6 þúsund áhorfendum á leikinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin íhugar breytingar varðandi frestun leikja

Enska úrvalsdeildin íhugar breytingar varðandi frestun leikja
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Crystal Palace vill fá Van de Beek á láni

Crystal Palace vill fá Van de Beek á láni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jóhann Berg fær aukna samkeppni

Jóhann Berg fær aukna samkeppni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vanda skipar starfshóp sem skoða á innra skipulag vegna skýrslu ÍSÍ

Vanda skipar starfshóp sem skoða á innra skipulag vegna skýrslu ÍSÍ
433Sport
Í gær

Lionel Messi sást óvænt í Barcelona í gær

Lionel Messi sást óvænt í Barcelona í gær
433Sport
Í gær

Fjórir vilja burt frá United nú í janúar

Fjórir vilja burt frá United nú í janúar
433Sport
Í gær

Sjáðu hvað gerðist – Hið minnsta átta látnir og börn illa særð eftir óeirðir í gær

Sjáðu hvað gerðist – Hið minnsta átta látnir og börn illa særð eftir óeirðir í gær
433Sport
Í gær

Harmleikur í Afríkukeppninni – Minnst sex létust

Harmleikur í Afríkukeppninni – Minnst sex létust