fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Handalögmál og hefðbundin læti – Það varð allt vitlaust á Wembley í gær

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 13. október 2021 12:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sauð upp úr í gærkvöldi er England og Ungverjaland mættust í undankeppni HM í Katar 2022. Í upphafi leiks brutust út óeirðir, lögreglan þurfti að skerast í leikinn og reyna róa æsta stuðningsmenn Ungverjalands.

Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) hefur sent frá sér tilkynningu um atburðarrásina í gærkvöldi og sambandið fordæmir harðlega það sem átti sér stað á Wembley.

GettyImages

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkt leiðindamál kemur upp í leik Englands og Ungverjalands en í fyrri leik liðanna sem fram fór í Ungverjalandi. Rasísk skilaboð voru þá hrópuð, ætluð leikmönnum enska landsliðsins, blysum og öðrum hlutum var einnig kastað inn á völlinn.

Hegðun stuðningsmanna Ungverjalands í þeim leik varð til þess að Ungverjaland þarf að spila næstu þrjá heimaleiki sína fyrir luktum dyrum. Forvitnilegt verður að sjá hvaða ákvörðun FIFA tekur varðandi leik gærkvöldsins.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Roland Sallai kom Ungverjum yfir með marki úr vítaspyrnu á 24. mínútu en varnarmaðurinn John Stones tryggði Englendingum eitt stig með marki á 37. mínútu.

GettyImages
GettyImages
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Starfsmaður á Manchester-slagnum vekur mikla reiði

Starfsmaður á Manchester-slagnum vekur mikla reiði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“