fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

Þetta hafði þjóðin að segja yfir sjónvarpinu í kvöld – „TAKK GUÐJOHNSEN“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 11. október 2021 20:45

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland vann þægilegan sigur á Liechtenstein í kvöld. Um var að ræða leik í undankeppni HM 2022. Hér neðst í fréttinni má sjá hvað þjóðin hafði að segja á Twitter eftir leik.

Ísland var mun betri aðilinn til að byrja með. Liðið skapaði sér þó ekki nein almennileg færi þar til á 18. mínútu þegar Stefán Teitur Þórðarson skoraði eftir flotta fyrirgjöf frá Jóni Degi Þorsteinssyni.

Eftir markið var leikurinn þó áfram fremur hægur. En á 36. mínútu fékk Ísland vítaspyrnu. Albert Guðmundsson fór á punktinn, tók sér góðan tíma og renndi boltanum svo svellkaldur í netið eftir að markvörður Liechtenstein var farinn í hitt hornið.

Staðan í hálfleik var 2-0.

Snemma í seinni hálfleik fékk Viðar Örn Kjartansson dauðafæri eftir fyrirgjöf fró Jóni Degi. Það var þó varið frá honum af stuttu færi.

Á 63. mínútu fékk Martin Marxer í liði gestanna sitt annað gula spjald, þar með rautt. Hann braut þá á Þóri Jóhanni Helgasyni sem var kominn í mjög góða stöðu.

Íslenska liðið fékk nokkur færi til að bæta við næsta korterið eða svo. Markið kom svo á 79. mínútu þegar Albert skoraði aftur af vítapunktinum. Þá hafði verið brotið á Sveini Aroni Guðjohnsen.

Fjórða markið átti enn eftir að líta dagsins ljós. Þá skoraði Andri Lucas Guðjohnsen eftir samvinnu við bróður sinn, Svein Aron.

Sigurinn var þó aldrei í hættu. Lokatölur 4-0.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands