fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Arnar ræddi um Guðjohnsen augnablikið – „Rómantík í þessu“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 11. október 2021 21:27

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var mjög ánægður með hvernig við byrjuðum leikinn. Við gerðum það sem við lögðum upp með, hreyfa bolta hratt á milli kanta. Þeir eru góðir í að loka miðsvæðinu vel. Fyrsta markið var það sem við töluðum um og vorum að gera á æfingu í gær. Ánægður með að skora fjögur mörk og ánægður með að halda hreinu. Mér fannst við sloppy í byrjun hálfleiks, við höfðum talað um það í hálfleik að vera það ekki. Síðasta korterið þar sem við erum manni fleiri þá sköpum við slatta. Heilt yfir er ég sáttur, það er erfitt að stjórna svona leiknum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson þjálfari Íslands á fréttamannafundi í Laugardalnum í kvöld.

Ísland vann 4-0 sigur á Liechtenstein en tæplega 5 þúsund áhorfendur á vellinum. „Það var gaman á vellinum í kvöld, góður stuðningur. Í fyrsta skipti fyrir mig að hafa alvöru íslenska stemmingu sem þjálfari.“

Andri Lucas Guðjohnsen skoraði fjórða markið í leiknum eftir stoðsendingu frá Sveini Aroni Guðjohnsen bróðir hans. „Það er frábært, það er smá rómantík í þessu. Ég var líka ánægður með hvernig Sveinn Aron kom inn. Að annar þeirra leggi upp fyrir hinn. Það er rómantík í því.“

Íslenska liðið er með átta stig í riðlinum og er fimm stigum frá öðru sætinu. Með ögn stöðugri frammistöðu væri liðið í dauðafæri á sæti í umspili um miða á HM.

„Við komum inn í þennan glugga með það fyrir augum ef við hefðum tekið sex stig þá væri einhver séns. Það var ómögulegt að spá það fyrir sér í mars hvað myndi ganga á fyrir okkur. Þetta er mjög rétt metið, eitt jafntefli á réttu augnablik hefði breytt stöðunni. Það er staðan eins og hún er núna, við vitum öll hvað hefur gengið á. Vinnan núna er að halda áfram að vinna með þetta lið og sjá að við séum í betri stöðu á næstu árum,“ sagði Arnar.

„Við höfum talað um það frá því í september, staðan var önnur í mars. Við erum á þeim punkti að ég er að komast nær því að finna út úr því hvernig hópurinn verður næstu árum. Finna tvöföldun í hverja stöðu, mér finnst við hafa tekið ákveðin skref. Ég er mjög sáttur með hvernig liðið hefur spilað, á móti Armeníu og í dag. Það var fúlt að vinna ekki Armeníu. Við erum að taka réttu skrefin í rétta átt, nóvember verkefnið verður mjög mikilvægt. Góðir leikir til að komast á niðurstöðu um hópinn fyrir næstu verkefni,“ sagði Arnar.

Birkir Bjarnason var að leika sinn 103 landsleik og er hann einum leik frá því að jafna met Rúnars Kristinssonar yfir fjölda leikja. „Birkir er búinn að vera frábær, hvort sem það var í mars eða júní þegar hann var einn af þeim reynsluboltunum sem gaf kost á sér. Hann sagðist koma í alla leikina, þetta er það sem maður vill fá. Hann er búinn að spila yfir 100 landsleik hann veit hvernig á að vinna leikina og nálgast þá. Það er það mikilvægt að hafa þessa leikmenn í hópnum, það er ekki bara Birkir. Hann hefur verið frábær fyrsta degi fyrir mig,“ sagði Arnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða
433Sport
Í gær

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann
433Sport
Í gær

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu