fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
433Sport

Andri eftir Guðjohnsen-samleikinn: ,,Ég þurfti að fara að knúsa stóra bróður eftir þetta“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 11. október 2021 21:27

Andri Lucas Guðjohnsen/Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Lucas Guðjohnsen skoraði í 4-0 sigri gegn Liechtenstein í undankeppni HM 2022 í kvöld.

Mark Andra kom eftir laglegt samspil við bróður hans, Svein Aron Guðjohnsen.

,,Þetta var alveg geggjað. Það eiginlega þurfti að vera Svenni sem kom með stoðsendinguna. Þetta var gríðarlega góð sending hjá honum. Ég náði að slútta þessu, geggjað,“ sagði Andri við RÚV eftir leik.

,,Ég var stoltur af honum og hann var stoltur af mér. Ég þurfti að fara að knúsa stóra bróður eftir þetta.“

Margir leikmenn hafa fengið tækifæri með landsliðinu undanfarið. Mikil kynslóðaskipti eru að eiga sér stað. Andri telur liðið vera að bæta sig mikið.

,,Þetta er að verða gott lið. Það eru betri tengsl að koma á milli leikmanna. Við erum að byggja upp gott lið.“

,,Það eru margir leikmenn mjög góðir. Auðvitað vilja allir prófa að spila nokkrum í sitt hvorum stöðum. Þetta er smá ,,process.““

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Óttast mótmæli er erkifjendurnir mætast á sunnudaginn – Brutu sér leið inn á Old Trafford síðast

Óttast mótmæli er erkifjendurnir mætast á sunnudaginn – Brutu sér leið inn á Old Trafford síðast
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Markvörður Norwich greinist með krabbamein

Markvörður Norwich greinist með krabbamein
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arnar lítið að hugsa um landsliðsþjálfarastarfið eða önnur störf – ,,Ég á margt eftir ólært“

Arnar lítið að hugsa um landsliðsþjálfarastarfið eða önnur störf – ,,Ég á margt eftir ólært“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Solskjær þarf ekki að hafa áhyggjur af því að verða rekinn

Solskjær þarf ekki að hafa áhyggjur af því að verða rekinn
433Sport
Í gær

Birti athyglisverða mynd sama dag og hún sakar eiginmanninn um framhjáhald – ,,Gleðidagur fyrir mig“

Birti athyglisverða mynd sama dag og hún sakar eiginmanninn um framhjáhald – ,,Gleðidagur fyrir mig“
433Sport
Í gær

Lið Viðars og Hólmars skildu jöfn – Gummi Tóta og félagar töpuðu í baráttunni um sæti í úrslitakeppni

Lið Viðars og Hólmars skildu jöfn – Gummi Tóta og félagar töpuðu í baráttunni um sæti í úrslitakeppni