Fabrizio Romano, sem er alltaf með puttann á púlsinum er kemur að félagaskiptamálum knattspyrnumanna, segir að Paris Saint-Germain gæti reynt að fá Mohamed Salah til að leysa Kylian Mbappe af, fari hann frá félaginu.
Samningur Mbappe rennur út næsta sumar. Frakkinn hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid. Spænska félagið bauð 189 milljónir punda í hann í sumar.
,,Þeir voru tilbúnir að gera eitthvað stórt og reyna að ná í Salah,“ sagði Romano.
,,Salah er enn í viðræðum við Liverpool. Eftir því sem ég best veit elskar hann Liverpool, stuðningsmennina, borgina, allt.“
,,Það er hins vegar ekkert samkomulag um nýjan samning. Forgangsmál Liverpool fram að næsta sumri ætti að vera að framlengja við Salah.“