fbpx
Föstudagur 22.október 2021
433Sport

Arnar Þór kom landsliðsmönnum til varnar eftir að hraunað var yfir þá – ,,Það er mjög sérstakt að fólk utan hóps tali um það sem er að gerast innan hóps“

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 10. október 2021 13:20

Arnar Þór Viðarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla, og Birkir Bjarnason, landsliðsmaður, segja andleysi alls ekki ríkja innan liðsins. Þeir voru spurðir út í þetta á blaðamannafundi í kjölfar þess að liðið var gagnrýnt fyrir að syngja ekki með í þjóðsöngnum.

,,Þegar íslensk landslið ná lengst þá einkennast þau ef mikilli ákefð og stemningu. Nýja íslenska landsliðið er skipað efnilegum og flottum fótboltamönnum en skortir þessa liðsstemningu. Fyrsta skref: syngja með þjóðsöngnum. Áfram veginn,“ skrifaði Viðar Halldórsson, háskólaprófessor á Twitter.

Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, tók þá til máls á Facebook.

,,Kann engin helvítis Þjóðsönginn? Og eitt gerpið að japla tyggjó á meðan. Fyrirliðinn eins og stytta! Átakanlegt!“

,,Mér finnst svolítið sérstakt að hann komi með þetta núna. Ég hef verið í landsliðinu í 11-12 ár. Sumir syngja og aðrir ekki,“ sagði Birkir um umræðuna.

,,Mér fannst hann fara yfir strikið hvernig hann orðaði þetta en allir mega hafa sína skoðun.“

Arnar Þór Viðarsson ræddi þetta einnig á blaðamannafundinum.

,,Ef það er verið að tala um andleysi þá er ég alls ekki sammála því. Ég held að liðsandinn sé mjög góður í hópnum.“

,,Það er mjög sérstakt að fólk utan hóps tali um það sem er að gerast innan hóps.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þjarmaði að Ingvari sem gerði upp á milli Heimis Hallgríms og Arnars

Þjarmaði að Ingvari sem gerði upp á milli Heimis Hallgríms og Arnars
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Íslendingur breytti 120 krónum í milljón

Íslendingur breytti 120 krónum í milljón
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jack Wilshere hefði getað farið til Derby í sumar – „Ég talaði við Rooney“

Jack Wilshere hefði getað farið til Derby í sumar – „Ég talaði við Rooney“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eigendur Newcastle í viðræðum við Paulo Fonseca – Eddie Howe og Roberto Martinez einnig orðaðir við félagið

Eigendur Newcastle í viðræðum við Paulo Fonseca – Eddie Howe og Roberto Martinez einnig orðaðir við félagið
433Sport
Í gær

Meint ástkona Icardi stígur fram: Sakar hann um lygar eftir að eiginkonan sagði hann hafa haldið framhjá sér – Lífið mun sjá um þessar litlu tíkur

Meint ástkona Icardi stígur fram: Sakar hann um lygar eftir að eiginkonan sagði hann hafa haldið framhjá sér – Lífið mun sjá um þessar litlu tíkur
433Sport
Í gær

53 milljón króna Rolls Royce bifreið Pogba slapp ósködduð – Var nokkrum metrum frá stórtjóni

53 milljón króna Rolls Royce bifreið Pogba slapp ósködduð – Var nokkrum metrum frá stórtjóni
433Sport
Í gær

Segir einn leikmann íslenska landsliðsins vera á vörum allra í Danmörku – ,,Hann er góður knattspyrnumaður en klikkaður“

Segir einn leikmann íslenska landsliðsins vera á vörum allra í Danmörku – ,,Hann er góður knattspyrnumaður en klikkaður“
433Sport
Í gær

Þjálfari Bayern fluttur til Þýskalands með sjúkraflugvél

Þjálfari Bayern fluttur til Þýskalands með sjúkraflugvél