fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Segir fjölmiðla hafa gengið of harkalega fram í COVID máli Þorgríms

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 8. janúar 2021 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson formaður KSÍ segir að mikið hafi verið gert úr því þegar Þogrímur Þráinsson, starfsmaður A-landsliðs karla braut sóttvarnarreglur UEFA í október. Þorgrímur gekk þá inn á Laugardalsvöll eftir sigur á Rúmeníu í undankeppni EM, þar virti hann ekki tveggja metra regluna eða grímuskylduna.

Málið vakti mikla athygli í október, nokkrum dögum eftir leik greindist Þorgrímur með COVID-19 veiruna. „Samkvæmt reglum UEFA og íslenskum reglum sem KSÍ vinnur eftir er starfsmönnum landsliðsins og leikmönnum ekki heimilt að knúsast og faðmast eftir leiki,“ sagði í frétt sem Benedikt Bóas Hinriksson skrifaði í Fréttablaðið.

Guðni ræddi málið við Hjörvar Hafliðason í Dr. Football í gær og Hjörvar spurði Guðna að því hvort þetta brot hafi skaðað þá von um að Íslandsmótin í fótbolta gætu haldið áfram.

„Mér fannst miðað við þau mistök, menn gættu ekki að sér í hita augnabliksins og gleðinni. Þá fannst mér mikið úr því gert, í öllum þessum hundruðum og þúsundum atviki í þessari búblu. Þarna varð mönnum á, að stilla því svona upp sem miklum mistökum. Þetta fékk mikið sviðsljós,“ sagði Guðni í þættinum.

Hann segir fjölmiðla hafa gengið full harkalega fram í málinu. „Ég held að þetta hafi þá skaðað það að það þyrfti að passa mikið upp á íþróttir og fótboltann, mér fannst viðbrögðin við því. Mér fannst fjölmiðlar stýra þessu full harkalega“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi