fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
433Sport

Skúrkarnir þéna saman um 102 milljónir á viku

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea ákvað í gær að reka Frank Lampard úr starfi knattspyrnustjóra og er búist við því að Thomas Tuchel verði ráðinn til starfa í dag.

Gengi Chelsea síðustu vikur hefur verið slakt og hefur Roman Abramovich, eigandi Chelsea tekið ákvörðun um að reka Lampard úr starfi. Chelsea situr í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, ellefu stigum á eftir toppliði Manchester United.

Roman Abramovich lét Lampard fá 200 milljónir punda í leikmannakaup í sumar en árangurinn fylgir ekki með, eigandi Chelsea er ekki þekktur fyrir mikla þolinmæði gagnvart stjórum sínum.

Kai Havertz og Timo Werner voru keyptir til félagsins og voru dýrustu leikmennirnir sem félagið fékk, báðir komu frá Þýskalandi. Þeir hafa ekki spilað vel og hafa í raun verið hálfgerðir skúrkar í liði Chelsea á tímabilinu.

Þessir tveir dýru leikmenn og frammistaða þeirra voru á endanum það sem kostaði Lampard starfið, þeir félagar þéna samtals um 102 milljónir íslenskra króna á viku. Havert og Werner eru launahæstu leikmenn Chelsea en hafa litlu sem engu skilað.

Havertz er launahæstur með 310 þúsund pund á viku samkvæmt enskum blöðum, Werner er með ögn minna. Ben Chilwell sem félagið fékk í sumar er svo með um 190 þúsund pund á viku.

Hér að neðan má sjá launahæstu leikmenn Chelsea.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl
433Sport
Í gær

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah sá fyrsti í sögunni

Salah sá fyrsti í sögunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Glódís og Hákon valin best

Glódís og Hákon valin best
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman