fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Góður fundur hjá Van de Beek og Solskjær

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. janúar 2021 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donny van de Beek miðjumaður Manchester United fundaði með Ole Gunnar Solskjær, stjóra félagsins í síðustu viku. Rætt var um stöðu hollenska miðjumannsins hjá félaginu.

United borgaði um 40 milljónir punda fyrir Van de Beek síðasta haust, félagið lagði áherslu á að fá miðjumanninn frá Ajax.

The Athletic fjallar um málið en Van de Beek og Solskjær funduðu fyrir leikinn gegn Fulham í miðri síðustu viku, Solskjær lofaði Van de Beek að tækifæri hans kæmu. Samkvæmt The Atheltic er Van de Beek vongóður um að tækifærum hans fjölgi á næstu mánuðum.

Van de Beek var í byrjunarliði United gegn Liverpool í enska bikarnum í gær og átti ágætis spretti í 3-2 sigri liðsins. Hann fór af velli um miðbik síðari hálfleiks.

Solskjær tjáði Van de Beek að hann hefði trú á honum og að útilokað væri að hann yrði seldur eða lánaður í janúar.

Góð spilamennska Paul Pogba og Bruno Fernandes hefur orðið til þess að Van de Beek hefur spilað minna en hann hafði vonast eftir. Hollenski miðjumaðurinn var þó meðvitaður um það að fyrsta tímabil hans hjá United gæti orðið svona.

Félagið tjáði honum að hann yrði í stærra hlutverki á næstu leiktíð en búist er við að Paul Pogba fari frá félaginu næsta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld